Vel heppnuð afmælishátíð Léttis

18.11.2008
Á laugardagskvöldið héldum við Léttismenn vel lukkaðan afmælisfagnað. Þar var vel mætt og áttu menn góða kvöldstund saman. Boðið var upp á góðan mat, frábær skemmtiatriði og rúsínan í pylsuendanum var magadansmær sem tók nokkra félagsmenn í magadanskennslu. Þetta vakti mikla kátínu meðal annarra gesta.Á laugardagskvöldið héldum við Léttismenn vel lukkaðan afmælisfagnað. Þar var vel mætt og áttu menn góða kvöldstund saman. Boðið var upp á góðan mat, frábær skemmtiatriði og rúsínan í pylsuendanum var magadansmær sem tók nokkra félagsmenn í magadanskennslu. Þetta vakti mikla kátínu meðal annarra gesta.

Á laugardagskvöldið héldum við Léttismenn vel lukkaðan afmælisfagnað. Þar var vel mætt og áttu menn góða kvöldstund saman. Boðið var upp á góðan mat, frábær skemmtiatriði og rúsínan í pylsuendanum var magadansmær sem tók nokkra félagsmenn í magadanskennslu. Þetta vakti mikla kátínu meðal annarra gesta.

Útnefndir voru þrír nýir heiðursfélagar, þeir Jón Höskuldsson, Björn Jóhann Jónsson og Jón Ólafur Sigfússon. Þessir menn hafa unnið afar gott starf fyrir félagið í gegnum tíðina.

Útnefndur var efnilagasti knapi ársins, en í ár var það Stefanía Árdís Árnadóttir. Íþróttamaður Léttis þetta árið var Þorbjörn Hreinn Matthíasson og hesthúsabikarinn hesthúsið að Safírstræti 5. Eigendur þess eru Björgvin Daði Sverrisson, Björn Jóhann Jónsson, Rögnvaldur Óli Pálmason og fjölskyldur þeirra.

Á efri myndinni er Þorbjörn Hreinn Matthíasson, íþróttamaður Léttis að sýna kynbótahross á Sauðárkróki síðastliðið vor.

Á neðri myndinni eru heiðursfélagar Léttis ásamt eiginkonum sínum.