Verðum að standa vörð um æskulýðs- starfið

01.12.2008
Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu.Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu. Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Vilhjálmur Skúlason, varaformaður, sátu ráðstefnuna. Haraldur segir ljóst að tekjur LH muni minnka.

„Tekjur LH hafa síðustu misseri að verulegu leyti komið frá styrktaraðilum, eða allt að 60%. Dæmi eru um sérsambönd sem hafa haft allt upp í 70% tekna sinna frá styrktaraðilum. Nú þykir einsýnt að framlög styrktaraðila muni dragast saman. Þannig að það liggur á borðinu að við verðum að endurskoða okkar fjárhagsáætlun. Við ætlum hins vegar ekki að leggja árar í bát. Við verðum að halda áfram. Stjórn LH er nú að skoða hvaða ráð eru tiltæk í stöðunni og mun senda frá sér tilkynningu á næstu dögum.

Ég vil sérstaklega beina því til stjórna hestamannafélaganna í LH að standa vörð um æskulýðsstarfið. Þar liggur okkar framtíð. Við megum ekki láta tímabundið mótlæti slá okkur út af laginu,“ segir Haraldur.

Á myndinni eru Haraldur Þórarinsson, formaður LH, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, og Vilhjálmur Skúlason, varaformaður LH.