Vestur-Húnvetningar uppskera

24.11.2008
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.

Ísólfur er knapi fullorðinna, Helga Una í ungmennaflokki og Aðalheiður í unglingaflokki. Eins og áður hefur verið greint frá fékk hestamannafélagið Þytur æskulýðsbikar LH á Landsþingi hestamannafélaganna á Kirkjubæjarklaustri í haust. Æskulýðsnefnd félagsins var heiðruð sérstaklega heima í héraði.

Tryggvi Björnsson var í öðru sæti í vali knapa í fullorðinsflokki. Hann varð í öðru sæti í B flokki á LM2008 og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir þann árangur. Tryggvi Rúnar fékk viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu félagsins.

Eftirfarandi kynbótahross hlutu viðurkenningu:

4 vetra stóðhestar:
Kufl frá Grafarkoti, aðaleink. 7,85

5 vetra stóðhestar:
Ræll frá Gauksmýri, aðaleink. 7,99
Ábóti frá Síðu, aðaleink. 7,82

6 vetra stóðhestar:
Grettir frá Grafarkoti, aðaleink. 8,07
7 vetra og eldri stóðhestar:
Vökull frá Síðu, aðaleink. 8,16
Þrymur frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 7,94

4 vetra hryssur:
Saga frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 7,94
Rödd frá Gauksmýri, aðaleink. 7,85
Vinsæl frá Halakoti, aðaleink. 7,82

5 vetra hryssur:
Líf frá Syðri-Völlum, aðaleink. 8,28
Dröfn frá Síðu, aðaleink. 8,00
Skinna frá Grafarkoti, aðaleink. 7,95

6 vetra hryssur:
Huldumey frá Grafarkoti, aðaleink. 8,33
Birta frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,03
Gulltoppa frá Syðsta-Ósi, aðaleink. 8,02

7 vetra og eldri hryssur:
Erla frá Gauksmýri, aðaleink. 8,23
Rán frá Lækjamóti, aðaleink. 8,22
Rödd frá Lækjamóti, aðaleink. 8,06

Á efstu myndinni er Huldumey frá Grafarkoti, knapi er heimasætan þar á bæ. Á annarri mynd er formaður Þyts, Sigrún Kristín Þórðardóttir að taka við æskulýðsbikar LH úr hendi formanns LH, Haraldar Þórarinssonar. \'A þriðju mynd er Tryggi Björnsson á Akki frá Brautarholti, á fjórðu mynd Ísólfur Líndal á Þrift frá Hólum og á fimmtu mynd Una Björnsdóttir að koma í mark í Trec keppni í Frakklandi.