• Menntadagur Landsliðsins 30. nóv 

     

    Laugardaginn 30. nóvember 2024 munu Landsliðiðknaparnir okkar vera með kennslusýningar í reiðhöllinni í Víðidal. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu. Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína og skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar.

    Nú er HM ár framundan, og íslenska landsliðið komið á fullt í sinn undirbúning og ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja þegar á hólminn er komið.
    Takið daginn frá, notið tækifærið og sækið ykkur fróðleik hjá knöpum á hæsta stigi reiðmennskunnar og styrkið landsliðið okkar til dáða inn í mikilvægt tímabil.

     

    Kaupa miða

Fréttir og tilkynningar

Óskað er eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024

05.11.2024
Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024.

Vilt þú starfa í nefndum LH?

01.11.2024
Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Nýr A landsliðshópur kynntur

30.10.2024
Landsliðisþjálfari A Landsliðsins, Sigurbjörn Bárðarson hefur lokið við að velja knapa í landsliðshóp. Framundan er stórt verkefni, HM í Sviss í ágúst. Í hópnum eru 5 ríkjandi heimsmeistarar en alls telur hópurinn 20 knapa sem hafa bæði árangurinn og hest sem stendur til boða í verkefnið. Guðmunda Ellen er eini nýji knapinn í hópnum en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í fjórgangi. Þann 30. nóvember næstkomandi munu knapar úr landsliðshópnum vera með kennslusýningar og verður ákaflega spennandi að sjá hópinn koma saman og setja tóninni fyrir komandi tímabil.

Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr formaður LH

26.10.2024
Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð. Á þinginu var kosið til formanns og var það Linda Björk Gunnlaugsdóttir sem var rétt kjörinn formaður og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti.  Í Aðalstjórn eru Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Þórisson, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Sóley Margeirsdóttir. Í varastjórn eru: Hilmar Guðmannsson, Jón Þorberg Steindórsson, Reynir Atli Jónsson, Ragnhildur Gísladóttir og Sigurbjörn Eiríksson. Við þökkum öllum þinggestum og starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf og hlökkum til þingsins á Akureyri árið 2026.
Styrkja LH

Vefverslun

Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru