• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Fyrsti dagur landsmóts

02.07.2024
Þá er fyrsti dagur landsmóts 2024 að kvöldi kominn. Dagurinn byrjaði snemma en fyrstu hross voru komin í braut klukkan 8:00. Dagurinn byrjaði strax af krafti bæði á kynbótabrautinni en ekki síst í barnaflokki þar sem hver glæsi sýningin rak aðra í sérstakri forkeppni. Áhorfendur létu ekki morgungjóluna í Víðidalnum trufla sig og sátu í brekkunni og hvöttu yngstu keppendurna til dáða. Keppendurnir voru allir íþróttinni til mikils sóma og ljóst að fyrir marga var langþráður draumur að rætast.

Íslandsmet í 150m skeiði staðfest

01.07.2024
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur samþykkt Íslandsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,62 sek . Hlaupið fór fram á Reykjavíkurmóti þann 12. júní sl. 

Gleðilegt Landsmót

30.06.2024
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum keppendum og sýnendum á Landsmóti hestamanna 2024 góðs gengis og vill um leið minna keppendur á að sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna og koma fram af virðingu gagnvart öðrum keppendum, starfsfólki, sjálfboðaliðum og gestum en ekki síst hestinum okkar sem þetta allt snýst um.

Glæsileg og vel heppnuð miðbæjarreið

29.06.2024
Miðbæjarreið LH og Landsmóts fór fram í blíðskapar veðri í dag, farið var um miðbæinn þveran og endilangan. Rúmlega 60 hestar tóku þátt í reiðinni og fjöldinn allur af fólki var mætt á Skólavörðuholtið til að taka á móti hópnum og ná af þeim myndum. Hestarnir sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir láta það ekki á sig fá að fara um þröngar götur bæjarins og taka þátt í því fjölbreytta mannlífi sem þar er. Reiðin heppnaðist í alla staði vel og það var ljúft að heyra hófadyninn í höfuðborginni og baða sig í sólinni á sama tíma. LH þakkar öllum þeim frábæru knöpum sem tóku þátt í reiðinni og öllum þeim sem komu og fylgdust með, megum við sem oftast sjá fallega fáka fara um götur Reykjarvíkur!
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru