• HM ÍSLENSKA HESTSINS
    4. - 11. ágúst 2025


    Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins"haldið í Sviss.

    Eins og flestir vita þá eru Heimsmeistaramótin með glæsilegustu viðburðum sem haldnir eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

    Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í BirmensTorf í Sviss

    BirmensTorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

    Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

    Nánari upplýsingar

Fréttir og tilkynningar

Allra sterkustu - takið kvöldið frá!

02.04.2025
Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni. Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.

Sigurvilji síðustu sýningar

26.03.2025
Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson afreksíþróttamann, hefur fengið frábærar viðtökur bíógesta um land allt en myndin hefur verið sýnd í Laugarásbíói, Bíóhúsinu á Selfossi, Króksbíói á Sauðárkróki og í Sambíóunum á Akureyri. Nú eru síðustu forvörð að sjá þessa áhrifaríku mynd á stóra tjaldinu áður en sýningum lýkur. Lokasýningar verða í Laugarásbíói á miðvikudag og sunnudag og í Bíóhúsinu á Selfossi á fimmtudag og sunnudag

Tveir knapar bætast við U21 Landsliðshópinn

26.03.2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir Landsliðsþjálfari U21 hefur ákveðið að bæta tveimur knöpum inní landsliðshópinn sinn. Það eru þær Eva Kærnested með hestinn Styrkur frá Skák og Sara Dís Snorradóttir með hestinn Kvist frá Reykjavöllum. Eva og Styrkur stefna á fjórgangsgreinar og Sara og Kvisur stefna á fimmgangsgreinar. Landsliðsþjálfari vill ítreka að hún heldur áfram að fylgjast vel með og hikar ekki við að bæta inn í landsliðshópinn keppnispörum sem líkleg eru til að styrkja liðið fyrir Heimsmeistaramótið í sumar sem haldið verður í Sviss.

Áhugamannamót Íslands 2025

24.03.2025
Áhugamannamót Íslands 2025 verður haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði 20.-22. júní 2025.
Styrkja LH

Vefverslun

Allra sterkustu - aðgöngumiði

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Allra sterkustu - með kvöldverði

Almennt verð
Verð kr.
7.500 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru