• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Síðasti skráningardagur fyrir Íslandsmót barna- og unglinga

11.07.2024
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 17.-21. júlí. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2. Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Fjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2. Jafnframt verður nú boðið uppá gæðingakeppni og gæðingatölt í báðum aldursflokkum. Opið verður fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com, fram til miðnættis 11. júlí.

Opið fyrir skráningu á Íslandsmót

10.07.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 19. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þá

Takk styrktaraðilar

10.07.2024
Kæru hestamenn, nú er Landsmóti 2024 lokið. Mótið heppnaðist í alla staði alveg ótrúlega vel og meira að segja veðrið var mestan part eins og best verður á kosið. Sjaldan hefur verið viðlíka hestakostur á mótinu eins og núna. Þvílíkir gæðingar í öllum flokkum allt frá barnaflokki upp í A flokk gæðinga. Þá voru kynbótasýningarnar einnig alveg glæsilegar og fullt af frábærum hrossum þar sem munu halda áfram að bæta og efla okkar frábæra hestakyn.

Punktamót Geysis 16. júlí

09.07.2024
Þriðjudaginn 16.júlí verður haldið punktamót á Rangárbökkum við Hellu. Er þetta hugsað sem tækifæri fyrir knapa að ná einkunn fyrir Íslandsmót. Boðið verður upp á meistaraflokk og ungmennaflokk í eftirfarandi keppnisgreinum:
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru