• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum 2024

26.06.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 17. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig.

Miðbæjarreiðin fer fram 29. júní

24.06.2024
Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer næsta laugardag kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ. Fánaberar með fána Landsmóts munu fara fyrir hópunum og minna alþjóð á að einn stærsti og skemmtilegasti íþrótta og menningarviðburður landsins er rétt við það að hefjast. Á eftir þeim koma svo fulltrúar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta byrjaði allt með Biskup - viðtal við Benedikt Ólafsson

20.06.2024
Benedikt Ólafsson er þrátt fyrir ungan aldur orðinn risanafn í hestamennskunni. Hann varð tvöfaldur heimsmeistari á HM 2023 og er núna á sínu síðasta ári í ungmennaflokk. Benedikt er alinn upp í Mosfellsdal, á Ólafshaga og stundar sína hestamennsku þaðan. Hann var einmitt í reiðtúr þegar við slógum á þráðinn til hans. Já, ég er á hestbaki á honum Svarti frá Ólafshaga. Virkilega efnilegur 6 vetra hestur, fasmikill, með mikinn fótaburð, fallegan háls og framfallegur undan honum Bikar okkar. Annars er ég búinn að vera á fullu síðan um áramótin að ríða út og temja, það er alveg geggjað að geta gert það að atvinnu sinni sem manni finnst skemmtilegast.

Að styðjast við hesta í starfi með fólki

13.06.2024
Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu “Að styðjast við hesta í starfi með fólki” dagana 15. og 16. september 2024. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að markmiði að efla heilsu, færni og þátttöku. Námskeiðið er haldið í beinu framhaldi af ráðstefnu Æfingastöðvarinnar “Dýr í starfi með fólki” sem fer fram laugardaginn 14. september. Námskeiðið gildir til endurmenntunar.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru