1. maí alþjóðlegur dagur íslenska hestsins

Eftirfarandi viðburðir verða í hestamannafélgögunum 1. maí 

Hestamannafélagið Sprettur Garðabæ/Kópavogi sýning í samvinnu við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri – Samskipahöllinni Spretti kl. 10:00 – 15:00 og teymt undir börnum kl 15:30 

Hestamannafélagið Skagfirðingur Sauðárkróki, sýning  Æskan og hesturinn Reiðhöllin Svaðastöðum kl. 13:00 

Hestamannafélagið Geysir, Hellu, Æskulýðssýning Geysis, Rangárhöllinni kl. 11:00

Hestamannafélagið Hörður Mosfellsbæ, sýning í reiðhöllinni í Herði kl. 14:00

Hestamannafélagið Sleipnir Selfossi, teymt undir börnum í Sleipnishöllini  kl. 12:30 – 14:30 

Hestamannafélagið Glófaxi Vopnafirði, opið hús í hesthúsinu á Norður-Skálanesi og teymt undir börnum ef veður leyfir kl. 13:00-15:00 

Hestamannafélagið Sörli Hafnarfirði, Sýning í reiðhöllinni á Sörlastöðum kl. 13:00 

Hestamannafélagið Freyfaxi Egilsstöðum, firmakeppni í Stekkhólma eða í reiðhöllinni kl. 13:00

Hestamannafélagið Dreyri Akranesi, firmakeppni, Æðarodda kl. 14:00

Hestamannafélagið Snæfellingur Snæfellsnesi, íþróttamót á Grundarfirði kl. 10:00. Þann 3. maí verður svo opið hús og teymt undir börnum í fimm reiðhöllum á Snæfellsnesi, reiðhöllinni í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Hallkellsstaðarhlíð og á Lýsuhóli milli kl. 17:00 og 19:00 í tilefni að íþróttadegi HSH. 

LH kynnir viðburðina í samstarfi við Horses of Iceland

Hér er litabók íslenska hestsins sem yngsta kynslóðin gæti haft gaman af :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Æskan og hesturinn í Víðidal 4. maí

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verðurhaldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.

Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00. 

Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög.

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.