Á dagskrá hjá HÍDÍ í janúar

Það er margt á döfinni hjá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands núna í janúar og ber þar fyrst að nefna aðalfundinn að kvöldi 10. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Svo taka við endurmenntunarnámskeið, þrjú talsins. 

  • 10. janúar aðalfundur HÍDI, haldinn í íþróttamiðstöðinni Laugardal í Reykjavík, kl. 20.00
  • 12. janúar, endurmenntun haldin á Selfossi, (félagsheimili Sleipnis), kl. 18.00
  • 19. janúar, endurmenntun haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal í Reykjavík, kl. 18.00
  • 22. janúar, endurmenntun haldin á Akureyri, Reiðhöllinni/Skeifunni, kl. 14.00

Fyrir 10. janúar 2017 þurfa allir dómarar sem ætla að endurnýja réttindin sín að dæma nokkra hesta rafrænt. 

Kveðja, 
stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ