Á járnum eða ekki

Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“

Keppnisnefnd LH styður ekki tillöguna og segir að breytingin muni skapa fleiri vandamál en hún leysir. Það er tilfinning nefndarinnar að sífellt fleiri hestar missi undan sér skeifu í keppni vegna stækkandi hófa og þungra fylliefna. Nefndin leggur til að aftur verði tekin upp stærðartakmörk á hófum.

Í nefndri lagagrein segir að það se´ ákvörðun knapa hvort hann vill ljúka keppni eða ekki, missi hestur undan sér skeifu. Eftir uppákomur á liðnu keppnistímabili hafa þær raddir gerst háværari um að öll tvímæli verði tekin af í þessu efni.