Aðalfundur FT í dag föstudaginn 11. des. 2009

Aðalfundur FT fer fram á Kænunni í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 11. desember kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Pétur Behrens fjalla um fjörtíu ára sögu félagsins og Helga Thoroddsen mun kynna Knapamerkjakerfið og þá þætti er snúa að reiðkennurum og prófdómurum. Félagið býður fundargestum upp á kvöldverð og allir verða leystir út með gjöf. Rétt til fundarsetu eiga félagar í FT. Aðalfundur FT fer fram á Kænunni í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 11. desember kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Pétur Behrens fjalla um fjörtíu ára sögu félagsins og Helga Thoroddsen mun kynna Knapamerkjakerfið og þá þætti er snúa að reiðkennurum og prófdómurum. Félagið býður fundargestum upp á kvöldverð og allir verða leystir út með gjöf. Rétt til fundarsetu eiga félagar í FT. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Setning.
2. Kjör fundarstjóra og ritara.
3. Kjör starfsnefnda fyrir fundinn.
4. Skýrsla stjórnar og deilda.
5. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
6. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til samþykktar.
7. Tillögur og mál sem borist hafa lögð fram og þeim vísað til nefnda.
8. Helga Thoroddsen kynnir Knapamerkjakerfið.
Matarhlé
9. Pétur Behrens, stofnfélagi í FT, flytur erindi um sögu félagsins.
10. Nefndir skila störfum, umræður og atkvæðagreiðsla.
11. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna.
12. Önnur mál.

Hvetjum tamningamenn til að mæta, taka þátt í fundarstörfum og hafa áhrif á starfsemi félagsins!

Félag tamningamanna