Aðalfundur HÍDÍ

Aðalfundur HÍDÍ var haldinn þann 23.janúar s.l. í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Alls mættu 31 félagsmaður, fundarstjóri var Sigurbjörn Bárðarson. Aðalfundur HÍDÍ var haldinn þann 23.janúar s.l. í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Alls mættu 31 félagsmaður, fundarstjóri var Sigurbjörn Bárðarson.

 Skýrsla fráfarandi formanns, Gylfa Geirssonar, var kynnt og reikningar félagsins samþykktir án athugasemda.
 Laun dómara fyrir árið 2012 voru rædd og breytingartillaga samþykkt einróma.
                      Héraðsdómari   kr. 2.500 pr/klst
                      Landsdómari     kr. 3.000 pr/klst
                      Alþjóða dómari   kr. 3.500 pr/klst
                      Útkall dómara   kr. 15.000
 Ný stjórn var kosin og hana skipa:
                     Pjetur N. Pjetursson, formaður
                     Berglind Sveinsdóttir, meðstjórnandi
                     Ólöf Guðmundsdóttir meðstjórnandi
 Gylfi Geirsson gaf ekki kost á sér áfram sem formann HÍDÍ var honum þakkað sérstaklega fyrir þau 10 ár sem hann hefur gengt embættinu.
 Önnur mál:
              Hulda G. Geirsdóttir kynnti fyrir félagsmönnum ráðstefnu fyrir alþjóðadómara sem haldin verður í Mosfellsbæ 13.-14.apríl.
              Einnig kynnti hún að nýr leiðari væri í burðarliðum en það er sportnefnd FEIF sem er með þau mál á sinni könnu.
              Sigurður Ævarsson benti á að skýra þarf fyrir mótshöldurum að nota rétta flokka í SportFeng við skráningu móta og að úrslit séu rétt riðin - T1, T3 o.s.frv.
              Sigurður kom einnig með þá hugmynd að það þyrfti að koma á einhverskonar eftirlitskerfi með dómstörfum.
              Komið var með hugmyndir að fá fleiri norðan-dómara að dæma fyrir sunnan og öfugt og féll það í góðan farveg.
              Gylfi sagði okkur frá hugmyndum sem væru í gangi að koma á einhverskonar jöfnunarsjóði sem komi á móts við hestamannafélög varðandi niðurgreiðslu á akstri dómara þegar það á við.


Þökkum þeim félagsmönnum sem náðu að koma þrátt fyrir slæmt veður og færð.

Með kveðju,

Stjórn HÍDÍ