Æskulýðsnefnd LH fundar á Selfossi

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga heldur um þessar mundir í fundarferð um landið.

Laugardaginn 11.mars næstkomandi verður fundur fyrir félögin á Suðurlandi og verður hann haldinn í Hlíðskjálf á Selfossi í boði hestamannafélagsins Sleipnis kl.11.

Þetta er þriðji fundurinn í fundarröð nefndarinnar en fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri og annar fundur var í Búðardal. Tókust þeir mjög vel og miklar og góðar umræður um málefnið.

Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum, að kynna starfsemi nefndarinnar og ræða almennt um æskulýðsmál og það sem brennur á fólki.

Eins og fram kom á Landsþinginu í Stykkishólmi í haust mun áhersla sambandsins vera á nýliðun og æskulýðsmál og er þessi fundaferð liður í því. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundina sem eru opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf.

Á fundinn á Selfossi er stefnt fulltrúum félaganna á Suðurlandi, þó vitanlega séu allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þessi félög eru:
Geysir
Háfeti
Kópur
Ljúfur
Logi
Sindri
Sleipnir
Smári
Trausti

Svo hægt sé að gera sér grein fyrir fjölda gesta langar mig að biðja ykkur að senda mér svar til baka hversu margir hugsanlega kæmu frá ykkar félagi.

Æskulýðsnefnd LH hvetur áhugasama til þess að mæta og sækja góðan fund um málefni æskulýðsins í hestamennskunni. Það er stöðugt þörf á því að halda vel á spöðunum í þessum málaflokki.

Vinsamlega auglýsið fundinn innan ykkar félags.
Þessi póstur er sendur á formenn æskulýðsnefnda og formenn ofangreindra félaga skv. skráningu á heimasíðu LH.


Kær kveðja
F. h. Æskulýðsnefndar LH
Helga B Helgadóttir
s. 8202313