Ævintýraferð á Youth Camp

Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF. Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF. Dagskráin var þéttskipuð og meðal þess sem var á dagskrá var heimsókn indíána sem sungu, dönsuðu og sögðu frá ýmsu fróðlegu tengdu frumbyggjum Ameríku. Farið var í einn stærsta vatnaskemmtigarð Bandaríkjanna og skemmtu þátttakendur sér afar vel þar. Þá voru kúrekar heimsóttir og farið var í þrautir á kúrekahestum. Riðið var um nágrenni Winterhorse Farm og einn daginn var riðið á pizzastað í nágrenninu. Farið var í ýmsar þrautir bæði á hestabaki og án hesta. Krökkunum var skipt í 4 hópa og kepptu þau í þrautum milli hópa og á lokadegi búðanna sýndu hóparnir atriði sem þau höfu samið sjálf og æft.

 
 Youth Camp farar. Talið frá vinstri: Sóley, Alexsandra, Sigga, Anna og Brynjar.
 

 


Þessi ferð tókst í alla staði vel, margt nýtt að sjá og kynnast svo ekki sé talað um hvað það er gefandi að kynnast krökkum á sama aldri sem einnig elska íslenska hestinn eins og við. Krakkarnir vilja þakka það tækifæri að fá að fara í þessa ferð og hvetja aðra íslenska krakka að fylgjast með þegar auglýst er eftir umsóknum á viðburði FEIF fyrir æskuna.

Á næsta ári verður Youth Cup haldin í Danmörku og árið 2011 verður Youth Camp haldin annað hvort í Skotlandi eða Noregi. Árið 2013 verður Youth Camp haldið í Þýskalandi.

Kveðja frá Youth Camp förum.