Áhugamannamót Íslands

Áhugamannamót Íslands verður haldið á Rangárbökkum við Hellu 5.-7. ágúst næstkomandi. Stórglæsilegir vinningar eru í boði en nýr Toprider hnakkur er í verðlaun fyrir 1. sæti í öllum greinum, gisting á Icelandair Hótel Vík fyrir 2. Sæti. Að auki er möguleiki á að vinna glænýjan Toyota Auris  ef slegið er Íslandsmet í 100m skeiði! Næg beitarhólf og önnur aðstaða fyrir keppendur og gesti.

Skráning fer fram á heimasíðu Geysis hmfgeysir.is undir hnappnum skráningarkerfi og lýkur þriðjudaginn 2.ágúst kl 23:59. Skráningargjald 5000kr og greiðist samhliða skráningu.

Keppt er í eftirfarandi greinum; V2, V5, T3, T4, T7, F2, Gæðingaskeiði og 100m skeiði.

Keppnisréttur:
Allir áhugamenn og lítið vanir keppnisknapar sem eru 22 ára og eldri.
Þeir sem ekki keppa á öðrum íslandsmótum sama ár.
Sömu reglur varðandi hesta á Íslandsmótum fullorðna og Íslandsmótum Yngri flokka.

Nánari upplýsingar á facebook síðu mótsins : Áhugamannamót Íslands 2016