Áhugi fyrir Knapamerkjum?

Fræðslunefnd ákvað að kanna áhuga fullorðinna félagsmanna fyrir því að sækja knapamerkjanámskeið í reiðhöll Gusts í vetur. Fræðslunefnd ákvað að kanna áhuga fullorðinna félagsmanna fyrir því að sækja knapamerkjanámskeið í reiðhöll Gusts í vetur.
Ef áhugi er fyrir hendi að nota reiðhöllina í Glaðheimum fyrir knapamerkjanámskeið mun fræðslunefnd koma á námskeiði. Kennari yrði Sigrún Sigurðardóttir og kennsla færi fram að venju á þriðjudögum og annan hvern fimmtudag.

Knapamerki 4 og 5 gætu jafnvel verið tekin á tveimur árum þannig að kennsla yrði einu sinni í viku og kennsla næði ekki eins langt inn á vorið. Jafnvel aðeins á tímabilinu jan.-mars. Þá yrði seinna árið vonandi kennt í nýrri reiðhöll Gustara.

Hugsanlega væri hægt að hafa einstaka tíma í aðstöðu hjá Rikka en skemman rúmar sennilega ekki fleiri en þrjá í einu. Þar væri hægt að taka fyrir stakar æfingar en ekki heildarverkefni.

Endilega látið vita hvort þið hafið áhuga á netfangið thr@isholf.is

Kv.
Fræðslunefnd Gusts og Andvara