Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega. Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne.

Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

 

-Machteld van Dierendonck, PhD í atferlisfræði hrossa og formaður heilbrigðisnefndar FEIF

- Emiel Voest, þekktur óhefðbundinn þjálfari í Hollandi

- Marion Schreuder,Senior, kennari við Deurne

- Guy Blom, sjúkraþjálfi sem vinnur mikið með keppnishross, kennari

- Patricia de Cocq, PhD nemi, sérhæfð í samspili hests, knapa og hnakks

- Geert van Attevelt, sálfræðingur

- Chris Oomen, kennari í járningadeild Deurne

- Judith van Aarle, sjúkraþjálfi sem vinnur með hesta og knapa

- Dr.Chris Hannes, dýralæknir, aðalkennari í hestatannhirðingu við Deurne

- Roald van der Vliet, þróunarstjóri í sundþjálfun í Eindhoven

Auk fyrirlestra verða ”workshops” á þessum sviðum – allt fer fram á ensku.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir fagfólk í greininni að hittast og fræðast og eru allir áhugasamir hvattir til að festa sér pláss sem fyrst! Þjálfarar og reiðkennarar hafa forgang um aðgöngu en laus pláss verða fyllt með þeim sem sótt hafa um gestaaðgang.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu LH (www.lhhestar.is) og heimasíðu FEIF (www.feif.org). Skrifstofa LH (lh@isisport.is) hefur umsjón með skráningu en skráningareyðublöðin skulu send Susanne Fröhlich á skrifstofu FEIF (office@feif.org).

Skráning:

Verð eftir er 525 Evrur.

Innifalið í verði er ráðstefnugjald, gisting og máltíðir frá föstudagskvöldi til sunnudagshádegi.

Skráningarform er undir flokknum \"eyðublöð\" hægra megin á siðunni.