Ályktun frá aðalfundi FT

Aðalfundur FT sl. föstudag fjallaði m.a. um smitvarnarmál og mikilvægi þeirra og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum: Aðalfundur FT sl. föstudag fjallaði m.a. um smitvarnarmál og mikilvægi þeirra og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum:

Aðalfundur FT, haldinn á Kænunni í Hafnarfirði 3. des. 2010, skorar á félagsmenn sína og hestamenn alla að virða smitvarnarreglur til hins ítrasta. Einnig beinir fundurinn því til yfirvalda að lögð verði aukin áhersla á smitvarnir, með frekari fræðslu, kynningu og eftirliti í flug- og skipshöfnum og tekið verði á brotum af fullri einurð samkvæmt lögum.

Greinargerð:
Heilbrigði íslenska hrossastofnsins er gríðarlega mikilvægt og þess virði að vernda með öllum ráðum.
Smitsjúkdómur sá er herjað hefur á á hross á Íslandi í ár og lamað alla atvinnustarfsemi í greininni er dýrkeypt lexía sem ekki má endurtaka sig.
Nauðsynlegt er að herða verulega á smitvörnum og mætti leita upplýsinga um hvernig slíkum málum er háttað annars staðar, t.d. á Nýja-Sjálandi þar sem mikil áhersla er lögð á að vernda bústofn.

Smitvarnarreglurnar má sjá á meðfylgjandi slóð: http://mast.is/upplysingar/hestamenn/almennarsmitvarnir