Ár reiðmennskunnar 2017

Höfundur pistils, Súsanna Sand formaður FT
Höfundur pistils, Súsanna Sand formaður FT

Súsanna Sand formaður FT er með vangaveltur um stöðu reiðmennsku, tamninga og reiðkennslu.

Hver er vitund þess sem kaupir tamningu og/eða reiðkennslu, og við hvern er skipt? Ungan, efnilegan? Eldri, reyndan? Hvað verður gert og hvað kostar?

Á meðan menntunarstig og fagmennska eykst, hefur einnig aukist að knapar með litla reynslu sem eru ómenntaðir og/eða eldri tamningamenn sem hafa ekkert uppfært sig starfi vid tamningar.
Tilvitnun í meistara Nuno Oliveira
"Horses who have bad characters are rare; generally their vices are the result of inexpert handling by riders lacking in experience"
(Hestar með vont geðslag eru sjaldgæfir, ósiðir þeirra eru mislukkaðri tamningu um að kenna vegna, misskilnings/reynsluleysis/vankunnáttu/óþolinmæði knapa.)

Við þurfum nauðsynlega að bjóða uppá aðgengilegri verkmenntun í tamningum og þjálfun, og svo endurmenntun fyrir starfandi tamningamenn til að leggja línurnar. Hvað er reiðfær hestur? Og hvað á hann að kunna? Hvað er gert í grunnþjálfun? Hvað er taminn hestur? Hvað kann hann? Mikilvægt er að tamning og grunnvinna sé á svipaðri línu hjá okkur, þannig erum við með betri þjónustu við hesteigendur, mikið traustari söluvöru og viðskiptavinurinn veit að hverju hann gengur. Ég tel þetta vera eitt aðalatriðið í markaðssetningu íslenska hestsins.

Einnig er áhyggjuefni hve margir bjóða uppá reiðkennslu, sérstaklega erlendis, með enga reynslu, enga menntun og hafa aldrei kennt hér heima, en.............. þeir eru Íslendingar og eru í hestum. Eftirspurnin er gríðarleg, en þetta skemmir fyrir hvernig við viljum kynna okkur og okkar hest, við verðum að vanda okkur.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölbreytni í kennslu og þjálfun er nauðsynleg til að viðhalda gleði á áhuga bæði hjá knöpum og hestum. Varðveita þarf leikgleðina hjá yngra hestafólkinu með hugmyndaríki og smá spennu, útivist og félagskap. Af hverju eru færri strákar sem hafa áhuga á íslenskum hestum? Í Andalúsíu þar sem ég hef verið að mennta mig undanfarin ár eru sennilega um 90% karlkyns í hestamennsku sem eru öfgar í hina áttina. Eitthvað vantar uppá hjá okkur, við þurfum að finna út hvað gerir hestamennskuna meira spennandi? Rifja upp hvað vakti okkar áhuga þegar vid vorum yngri. Vil ég eindregið hvetja tamningamenn og reiðkennara að sækja sér endurmenntun með opinn huga hérlendis eða erlendis til að viðhalda áhuga og eldmóð, upplifa aðra nálgun og eignast nýjar hugmyndir. Og svo deila með hestamönnum í formi námskeiða og sýnikennslna.

Að lokum!
Hvað getum við gert betur fyrir íslenska hestamennsku?

Margt jákvætt og spennandi að gerast í hestamennskunni okkar, hestaleigur og hestatengd ferðaþjónusta blómstrar, keppnisáhugi hefur aukist gríðarlega, þá sérstaklega hjá áhugafólki, innanhúsdeildir spretta upp um land allt. Vil èg hvetja mòtshaldara/innanhùsdeildir ad bæta vid fimikeppni t.d. gæðingafimi, töltfimi, parafimi, þrautafimi o.s.v.f.r.v. Þannig hjálpumst við að í STÆRRI mynd ad auka gæði og vitund þjálfunar, kennslu og reiðmennsku.

Ég legg til að nýja árið okkar hestamanna verði tilnefnt *ár reiðmennskunnar 2017*

Gleðilega jólahátíð og farsælt komandi nýtt ár,
Súsanna Sand form FT