Bikarkeppni milli hestamannafélaga

Frá Bikarkeppninni 2009. Ljósmynd: www.dalli.is
Frá Bikarkeppninni 2009. Ljósmynd: www.dalli.is
Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu líkt og í fyrra. Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma. Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum. Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu líkt og í fyrra. Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma. Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum. Eftirfarandi mót verða haldin í mótaröðinni:

Föstudaginn 12. febrúar - Þrígangsmót -Reiðhöllinni Andvara (brokk, hægt stökk og fegurðartölt) Þrír úr hverju félagi

Föstudaginn 26. febrúar – Fimmgangur í Herði. Þrír úr hverju félagi

Föstudaginn 12. Mars – Hraðafimismót – Reiðhöllinni í Keflavík (tími ræður röð - tveir úr hverju félagi sem keppa í þrautabraut, ásamt einum skeiðhesti og einum brokkhesti á tíma í gegnum höllina)

Föstudaginn 26. mars – Töltmót – Reiðhöllinni í Víðidal. Þrír úr hverju félagi.

Stigaútreikningar verða þannig:
1. Sæti gefur 10 stig
2. Sæti gefur 8 stig
3. Sæti gefur 6 stig
4. Sæti gefur 4 stig
5. Sæti gefur 3 stig
6. Sæti og öll sæti eftir það gefa 1 stig.
Hvert hestamannafélag velur liðstjóra (landsliðseinvald) og er hann tengiliður í öllu sem viðkemur mótunum og ábyrgur fyrir sitt hestamannafélag.

Á hverju móti verður öflugasta stuðningsliðið valið (það kemur stuðningslið frá hverju hestamannafélagi) og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina.

Stutt og skemmtileg mót þar sem áhorfendur eru líka þátttakendur og síðan er það spurning um hvaða hestamannafélag er best ríðandi?

Rífum upp stemninguna og tökum þátt
Mótanefnd Bikarmóts