Blómlegt félagsstarf í Dreyra

Félagsstarf í hestamanna - félaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð.Félagsstarf í hestamanna - félaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð. Félagsstarf í hestamannafélaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð.

Dreyri hefur á að skipa mörgum góðum knöpum og er varla á nokkurn hallað þótt fyrst sé nefndur Jakob Sigurðsson. Hann hefur verið í fremstu röð í nokkur ár og hlaut viðurkenningu FT á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum síðastliðið sumar. Þá má nefna Karenu Línda Marteinsdóttur og Svandísi Lilju Stefánsdóttur, sem er að gera það gott í yngri flokkunum. Ekki má heldur gleyma hinum almenna félagsmanni í Dreyra. Þar leynast margir snilldar reiðmenn sem láta lítið á sér bera.

Aðalfundur Dreyra var haldinn nýlega. Lagðar voru fram skýrslur frá liðnu starfsári og kemur þar glögglega fram hinn mikli kraftur í félaginu. Skýrslurnar má finna á slóðinni: http://www.ia.is/default.asp?sid_id=41755&tId=1&Tre_Rod=001|006|011|&qsr

Stjórn hestamannafélagsins Dreyra:

Formaður: Ólöf H. Samúelsdóttir
Varaformaður: Ása Hólmarsdóttir
Ritari: Inga Ósk Jónsdóttir
Gjaldkeri: Valdís I. Valgarðsdóttir
Meðstjórnandi: Guðbjartur Þór Stefánsson

Á myndinni situr Jakob Sigurðssin stóðhestinn og gæðinginn Glotta frá Sveinatungu.