Breytingar í Kortasjá

LH kortasjá
LH kortasjá

Sérstök tákn eru nú til staðar í kortasjánni fyrir vegvísa.

Hægt er nú að leita í kortasjánni að vegvísum, áningum og skálum, ( sem stendur eru einungis vegvísar komnir upp á félagssvæði Spretts ).

Farið í glugga þar sem stendur „Heimilisföng“ og velja þar Skálar og þjónusta. Skrifa í reitinn fyrir aftan t.d. „vegvísir 5“ og ýta á leita. Þá fer kortasjáin á þann stað og píla sem merkir staðinn. Sækið nú örina til vinstri á efri bilslánni og dragið yfir á táknið fyrir vegvísinn, þá opnast gluggi ( eins og fyrir reiðleiðirnar og áningastaðina ). Hér er hægt að sækja GPS staðsetningu fyrir vegvísinn og hlaða niður í tölvu eða í GPS tæki.

Sama á við um Áningastaði, Girðingarhólf, Skála, Ferðaþjónustu, Fjárréttir og Neyðarskýli.

Í glugganum efst til hægri er þessi gluggi þar sem hægt er að haka við hvað þið viljið láta birtast á kortasjánni, einnig er hægt að velja um hvort þið viljið hafa kort eða loftmynd undir.

Einhverjir velta fyrir sér hvers vegna vegvísarnir séu númeraðir með tölustöfum  frá 1 og upp úr. Það er hugsað sem leið fyrir hestamenn eða gangandi að staðsetja sig ef slys eða óhapp verður. Auðveldara er að muna númer vegvísa eða nöfn áningastaða sem fólk hefur nýverið farið framhjá. Ef óhapp verður og hringt er í Neyðarlínuna ,,ég er stödd / staddur rétt við vegvísi nr. 11“. Þá á Neyðarlínan, sjúkraflutningar eða lögregla að vera með GPS staðsetningu viðkomandi, en þessir möguleikar kortasjárinnar verður kynntur þeim aðilum.

Skálar og þjónusta

    • Vegvísir
    • Fjárréttir
    • Neyðarskýli
    • Ferðaþjónusta
    • Girðingarhólf
    • Áning
    • Skálar/gisting
  • Framkvæmdir 2011
  • Framkvæmdir 2012
  • Reiðleiðir
  • Vegir
  • Örnefni og vegir

Grunnkort:

Loftmyndir – Kort

Farið er inn á kortasjá um heimasíðu LH, www.lhhestar.is og smellt á flipa hægra megin á síðunni.

Einnig er hægt að fara inn á kortasjá um tengla sem er að finna á heimasíðum flestra hestamannafélaga.

Þá má geta þess að lokið er við skráningu reiðleiða á Fellsströnd og Skarðsströnd í Dalasýslu, alls um 240 km til viðbótar við það sem áður var komið. Í heildina er þá búið að skrá 10.833 km af reiðleiðum í kortasjána.

Minnum á Facebook síðu Samgöngunefndar LH fyrir allar nýustu upplýsingar.

Kortasjá / Samgöngunefnd LH

Kveðjur;

Samgöngunefnd LH - Kortasjárteymið.Þekjur

Kortasjá