Dagur íslenskrar náttúru – 16. september 2013

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert.

Sérstakt vefsvæði Dags íslenskrar náttúru er http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu-2013

Landssamband hestamannafélaga kynnir Kortasjá þar sem skráðar eru allar reiðleiðir á landinu  sem finna má á samþykktu aðalskipulagi sveitarfélaga, en með því er stuðlað að verndun viðkvæmrar náttúru. Þá kynnir LH umgengnisreglur hestamanna sem mælst er til að hestamenn fari eftir og aðgengilegar eru á heimasíðum LH og allra hestamannafélaga. Hvorutveggja verður sérstaklega hampað á Degi íslenskrar náttúru.

Kortasjáin 

Umgengnisreglur hestamanna