Einstök samvinna um HM2015

„Sameinum fólk í ástríðunni í kringum íslenska hestinn.“ Þessi markmið alþjóðlega Íslandshestasambandsins FEIF eru líka markmið Norðurlandanna fyrir heimsmeistaramótið 2015 í Danmörku en þau munu í sameiningu skipuleggja það mót.


„Sameinum fólk í ástríðunni í kringum íslenska hestinn.“ Þessi markmið alþjóðlega Íslandshestasambandsins FEIF eru líka markmið Norðurlandanna fyrir heimsmeistaramótið 2015 í Danmörku en þau munu í sameiningu skipuleggja það mót. Þessi tímamótaákvörðun var tekin 4. ágúst síðastliðinn við formlega athöfn á Norðurlandamótinu í Eskilstuna í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta skipti sem Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Ísland og Færeyjar vinna saman á þennan hátt.

HM er að þróast eins og Ólympíuleikarnir eða HM í fótbolta, þ.e. það verður sífellt umfangsmeira. Þannig verður æ erfiðara fyrir einstaka þjóðir að halda gott heimsmeistaramót, segir Göran Montan, fulltrúi Svía í stýrihóp norðurlandanna fyrir mótið. Göran situr einnig í norræna ráðinu og á sænska þinginu. Hann vitnar í sameiginlega menningu Norðurlanda, einnig utan Íslandshestaheimsins.

Við komum til með að setja okkur markmið sem miðast við okkar veruleika. Við munum sjá til þess að það verði bæði sjálfstæðir og sameiginlegir menningarlegir þættir eins og bókmenntir, listir og matur. Við hér á Norðurlöndunum getum byggt á hefðum sem Mið-Evrópa getur ekki gert. Jafnvel þótt þeir hafi sameiginlegt tungumál, þá eiga þeir ekki jafn sterka sameiginlega sögu eins og við. Við eigum svo margt sem sameinar okkur og það er eitthvað sem við munum byggja áfram á.

Mikið af ungu fólki kemur til með að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem sjálfboðaliðar fyrir hönd síns lands.
-    Fyrir þau verður HM2015 hátíð þar sem þau kynnast hvert öðru og vinna saman að sameiginlegu marki, telur Göran Montan.

Even  Hedland er formaður norska Íslandshestasambandsins og er fulltrúi Noregs í stýrihóponum. Hann er einn frumkvöðlanna að norska sjálfboðaliðahópnum fyrir HM2015. Sjö ár eru liðin frá því að hugmyndin um samnorrænt samstarf leit dagsins ljós.

-    Þetta byrjaði allt 2005 heima í sveit með Astrid Johnson, þáverandi sportfulltrúa danska Íslandshestasambandsins. Astrid Johnson er dóttir Marit og Gunnars Hohnson sem á sínum tíma tóku þátt í að stofna bæði danska Íslandshestasambandið og FEIF, segir Even. Við töluðum um að við vildum gera eitthvað saman. Á stjórnarfundi 2006 í tengslum við Norðurlandamótið áttum við fund þar sem við kynntum þessar hugmyndir. Allir voru sammála um að þetta væri einstakt. Sökum þess að Ísland hefur innflutningshöft hefur ekki verið mögulegt að ahalda þar heimsmeistaramót. Það voru allir á einu máli um mikilvægi þess að fá Ísland, Færeyjar og Finnland með, þá síðastnefndu vegna þess að þeir hafa enn ekki nægilegan styrk til að geta haldið heimsmeistaramót.
Hedland telur að þetta nána samstarf muni stuðla að betri sameiginlegri þróun bæði varðandi kennslu og vinnu með ungu fólki:
-    Okkur langar sérstaklega að búa til íþróttaviðburð og í leiðinni vísa til hins góða norræna samstarfs. Í Herning mun fólk á öllum aldri, frá öllum löndunum hittast og deila bæði áhuga á íslenska hestinum, menningu og góðum vinskap.
Ef maður horfir á Íslandshestasportið á heimsvísu þá eru Norðurlöndin á toppnum. Til að byrja með voru Ísland og Þýskaland allsráðandi, Svíþjóð fyrlgdi fast á hæla þeirra og nú Noregur og Danmörk einnig.
-    Þannig eykst líka almenningsáhuginn, segir Göran Montan.
Heimsmeistaramótið 2015 verður í Herning Danmörku, á sama stað og Norðurlandamótið 2014. Göran segir að öll löndin muni sameiginlega sjá um kynningu á mótinu.
-    Öll löndin verða kynnt eins, jafnvel þó að Danmörk hýsi viðburðinn. Herning er kjörinn staður til mótahalds. Hér höfum við til margra ára haft skipulagt svæði til sýninga, það liggur miðsvæðis og nærri flugvellinum í Billund.

Heimsmeistaramót og Norðurlandamót eru haldin sitt hvort árið. Árið 2013 verður heimsmeistaramótið í Berlín. Árið 1997 var heimstameistaramótið haldið í Seljor í Noregi, 2003 í Herning í Danmörku og 2005 í Norrköping í Svíþjóð.
Í dag eru ca. 152.000 íslenskir hestar á Norðurlöndunum. Frístundahestamenn frá Norðurlöndunum hafa verið að ná sífellt betri árangri á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár og munu Norðurlöndin verða vel kynnt á HM2013 í Berlín.
Af öllum löndum heims eru flestir íslenskir hestar á Íslandi eða um 80.000. þar á eftir kemur Þýskaland með um 65.000 hesta, þá Svíþjóð og Danmörk hvort um sig með um 30.000 hross, Noregum með 8.500, Finnland 2.500 og loks Færeyjar með um 400 hesta.






















Myndtexti: stýrihópur hins norræna samstarfs: f.v. Birgitte Jensen varaformaður danska Íslandshestasambandsins, Even Heland fulltrúi Noregs, Göran Montan formaður sænska Íslandshestasambandsins, Magnus Tiderman formaður finnska Íslandshestasambandsins og Haraldur Þórarinsson formaður LH. Á myndina vantar David Nordendal frá færeyska Íslandshestasambandinu.