Endurmenntun LBHÍ

Þriggja helga námskeiðsröð sem verður í boði á vorönn 2009 með Jakobi Sigurðssyni í samvinnu við Félag hrossabænda. Þriggja helga námskeiðsröð sem verður í boði á vorönn 2009 með Jakobi Sigurðssyni í samvinnu við Félag hrossabænda.

Þjálfun keppnis- og sýningahrossa!

Námskeið fyrir hestafólk sem vill bæta sig og sinn hest með sýningar og keppni í huga. Í upphafi vetrar er farið í efni sem miðar að því að undirbúa hestinn og knapann fyrir átökin. Grunnatriði eins og að áseta og ábendingar séu réttar og virkar, að hesturinn sé jafn og samspora, að hann sé í jafnvægi andlega og líkamlega og að sátt sé um taumsamband. Á annari og þriðju helgi verður efnið meira sérhæft og miðast við hinar ýmsu sýninga- og keppnisgreinar. Farið er yfir hvernig hinar ýmsu hlýðniæfingar sem ætlað er að mýkja og styrkja hestinn eru að lokum nýttar til þess að móta hinn heilsteypta sýningahest. Eftirfarandi eru helstu atriði sem farið er yfir en námskeiðið er haldið á 3 helgum. Nemendur geta valið að taka allar helgarnar eða færri, þeir sem taka allar helgarnar ganga fyrir:

Fyrsta helgi – farið yfir grunnatriði:

oTaumsamband. Móta háls- og höfuðburð sem hæfir hesti og gangtegund. Notaðar verða aðferðir sem létta hestinn á taum og fá hann til að taka taumsamband sem hann skilur og viðurkennir.

oJafnvægi á framhluta. Til þess að geta stillt framhluta hestsins fyrir afturhluta hans (sem er undirbúningur fyrir söfnun) þurfum við að geta hjálpað hestinum að færa þungann af vinstra framfæti yfir á þann hægri og öfugt með því að stilla höfuð hans og háls í samræmi.

oÁseta.

o    Slökun. Hvernig við notum fet og brokk til slökunar, vísa hesti niður og teygja á yfirlínu.

o    Samspora. Æfingar til að auka jafnvægi hestsins, fá hann til að beita sér jafnt.  Æfingarnar verða bæði unnar við hendi og í reið.

Önnur helgi - leiðréttingarvinna:

oSöfnun og hægt tölt. Hvernig við notum fet til að auka einbeitingu og vilja, beygja hækla og liði, fella lend, draga saman magavöðva og reisa háls og herðar.

oGangtegundir. Hvernig við stillum eða mótum hest fyrir hinar ýmsu gangtegundir. Hvaða háls- og höfuðburður, spyrna, burður og skreflengd afturfóta, eða hvaða vilji og hraði hæfir hverjum hesti og hverri gangtegund.

oHvaða gangtegundir eða atriði þarf að bæta hjá hverjum hesti og hvernig er hægt að gera það sýnilegra sem hann gerir best. Könnuð verður yfirferð og afreksgangtegund hvers hests.

Þegar kennt er í einkatímum þurfa aðrir nemendur að kunna að nýta sér það með því að fylgjast með þegar þeir hafa tíma til. Í fyrsta lagi sér maður oft spegilmynd af eigin vandamálum og iðulega sjáum við það sem við ekki finnum þegar við ríðum sjálf. Í öðru lagi fáum við að sjá hlutinn og heyra hann oftar endurtekinn.

Þriðja helgi – stillt upp fyrir sýningu:

oUpprifjun og einstök vandamál. Farið yfir hvernig hefur tekist til við þjálfun milli námskeiða.

oUpphitun og undirbúningur. Farið yfir það hvernig þjálfunarstig hvers hests er haft til hliðsjónar þegar hver hestur er undirbúinn undir átök og afrek. Tilgangurinn er að þegar hesturinn er krafinn til afreka sé hann hæfilega slakur og í góðu jafnvægi. Að hann sé í jöfnu taumsambandi þannig að hann sætti sig við að vera hvattur fram að því. Árangurinn verður að hann nýtir hæfileika sína, vilja og framgöngu, er fimur og sáttur án þess að verja sig fyrir ábendingum og þeim kröfum sem gerðar eru til hans, lenda í erfiðleikum með jafnvægi og nýta ekki rými sitt og hæfileika.

oStillt upp fyrir sýningu. Áhersla lögð á þær keppnisgreinar sem einstakir hestar gætu tekið þátt í.

Kennsla: Jakob Sigurðsson, reiðkennari.                                                     

Staðsetning: Mið-Fossar í Borgarfirði

Tími: 23. – 25. janúar, 20. – 22. febrúar og 20. – 22. mars kl.17:00, 09:00-17:00 (3x20 kennslustundir)

Verð: 79.500 kr.  Innifalið í verði er öll kennsla, kennslugögn, einnig hesthúsapláss, fóður og veitingar á meðan námskeiði stendur. Stök helgi kostar 36.000 kr.  Hámarksfjöldi 10 manns!

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 9.500kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Hægt er að skrá sig á einstaka helgi sem áheyranda án hests, en fá leiðsögn, kennslugögn og veitingar eins og aðrir þátttakendur á námskeiðinu – hver helgi kostar þá 12.000.-  kr (takmarkaður fjöldi).

Skráningar á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/ 433 5033 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Yfirlit yfir námskeið Endurmenntunar LbhÍ eru á www.lbhi.is – Stök námskeið.

T.d.

  • Bygging hrossa – Söðulsholti og Ölfushöllinni
  • Hæfileikar hrossa – Ölfushöllinni
  • Járningar – sýnikennsla Búðardal