Menntaráðstefna LH - Dr. Hilary Clayton

Mynd frá Háskólanum á Hólum
Mynd frá Háskólanum á Hólum

Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni menntaráðstefnu í haust með heimsþekktum kennurum. 

Stefnt er að 5 kvöldum í október og byrjun nóvember á þessu ári og verður einn fyrirlesari í senn fyrstu 4 kvöldin, fimmta kvöldið verður svo samantekt og pallborðsumræður. Fyrsta dagsetning er 5.október og svo vikulega út þann mánuð. Hér er kynning á fyrsta kennara ráðstefnunnar.

Dr. Hilary Clayton er einn virtasti vísindamaður á sviði rannsókna á sporthestum, bæði hreyfifræði þeirra, endurhæfingu, sambandi knapa, reiðtygja og hests og fleiru. Hún hefur birt yfir 200 ritrýndar rannsóknagreinar og gefið út 7 bækur og er einstaklega góð í að setja fram efnið á einfaldan og skýran hátt.

Hilary Clayton lauk dýralæknanámi við Háskólann í Glasgow og starfaði í praxis um tíma áður en hún sneri sér meira að akademísku hliðinni, fyrst við þann sama háskóla, svo Háskóla Saskatchewan í Kanada og loks í Michigan State Háskólanum í Bandaríkjunum.

Clayton er þekkt sem mikill frumkvöðull á sviði hestarannsókna og sem knapi og eldheit hestakona sjálf, hefur náð að sameina sína sérþekkingu og brennandi áhuga í lífsstarfinu.

Hún hefur m.a. rannsakað nokkrar þekktar staðhæfingar í reiðmennsku, svo sem þyngdarflutning í söfnun og hefur komið að nokkrum rannsóknum með íslenska hesta, m.a. þar sem tölt var greint eftir vísindalegri nálgun.  Hún hefur verið sæmd mörgum heiðursviðurkenningum og er afar vel liðin og virt af samstarfsfólki og nemendum. En þótt vísindakonan Clayton sé heimsþekkt innan síns sviðs, er það ekki síst hlýr persónuleiki hennar, einlægni og endalaus ástríða á hestum og öllu sem þeim við kemur, sem situr eftir hjá þeim sem kynnast henni.

Menntanefnd LH er það heiður að kynna Hilary sem fyrsta fyrirlesara í rafrænu Menntaráðstefnunni nú í haust.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á þessu eyðublaði .  

Hér er hægt að sjá menntunarstigin.

 

Virtual Education Seminar of LH autumn 2021 

Dr. Hilary Clayton is one of the most respected scientists in the field of research of sport horses, their locomotion, rehabilitation, connection between rider, tack and horse, and more. She has published 7 books and over 200 peer reviewed articles and as a teacher and lecturer she is celebrated for her way of delivering the knowledge in an easy and understandable way.

Hilary Clayton graduated as a veterinarian from Glasgow University and worked for a while in vet practises before returning to the academic world, where she first stayed with the Glasgow University, then went to Saskatchewan University in Canada and finally in Michigan State University in Michigan, USA.

Clayton is known as a real entrepreneur in the field of equine research and as a rider and lifelong horse lover, she managed to combine her passion with her career as a researcher. Clayton has even been involved with few Icelandic horse studies, including one where the definition of tölt was tested with scientific methods. She has been honoured in countless ways and earned a spot in hall of fame with various organisations. But as respected and honoured dr. Hilary Clayton is as a researcher in her field worldwide, it is not least her warm personality, pure and endless passion for horses and everything that involves them, that people who get to know her get moved by.

 LH Education Committee are extremely honoured to have dr. Hilary Clayton as a first speaker in the virtual Education Seminar this October.