Sameiginlegt námskeið alþjóðlegra íþróttadómara og reiðkennara

Sameiginlegt námskeið alþjóðlegra íþróttadómara og reiðkennara FEIF matrixunnar verður haldið helgina 24-26. mars 2023. 
Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Fáki, í reiðhöllinni og félagsheimilinu. 

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt auk þess verðar kynningar, fyrirlestrar og sýnikennslur ásamt stórsýningu Fáks um laugardagskvöldið. 

Námskeiðið er á ensku. 

Alþjóðlegir íþróttadómarar og FEIF Matrix reiðkennarar hafa forgang á námskeiðið en aðrir áhugasamir geta skráð sig og verða þeir settir á biðlista og munu þeir fá staðfestingu á sæti fyrir 1. febrúar. 

Alþjóðlegir íþróttadómarar verða að sækja allavega eitt FEIF íþróttadómaranámskeið á 3 ára fresti áður en réttindi þeirra rennur út og verða að hafa dæmt allavega 15 daga á WR móti á þeim tíma. Þetta er síðasta námskeiðið til að endurnýja réttindin fyrir þá dómara sem réttindin renna út desember 2023 hafi þeir ekki endurnýjað þau fyrr.
Stjórn FEIF hefur ákveðið að seinna námskeið sem dómarar taka á 3 ára tímibili sé ókeypis þ.e.a.s. það 3 ára tímabil sem réttindin gilda.
Skráning á seinna námskeið með fría möguleikann er til 31. desember.

Námskeiðið gildir sem 16 einingar fyrir FEIF reiðkennara.

Skráningafrestur er til 20. febrúar 2023 og þarf að fylla út form með því að smella hér og fara á neðstu síðuna og senda síðan á office@feif.org

Hægt er að sjá dagskrá námskeiðsins og fleiri upplýsingar hér.