Samanlagðir sigurvegarar, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Matthías Sigurðsson.
Vel heppnað Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Rangárbökkum 12-16 júlí. Mótið var vel sótt og allt utan um hald var til fyrirmyndar. Á mótinu mátti sjá afbragðs takta og reiðmennsku í hæsta gæðaflokki. Framtíðin er sannarlega björt í íslenskri hestamennsku.
Á mótinu voru í fyrsta sinn krýndir Íslandsmeistarar í gæðingalist. Mótið allt var sýnt í beinni útsendingu á vegum Alendis, slíkt gerir móti af þessu tagi enn aðgengilegra og dýrmætt fyrir þátttakendur að geta horft á sýninguna sína, lært af henni og bætt sig enn frekar.
Allir þátttakendur mótsins fengu þátttökugjöf frá nokkrum af styrktaraðilum mótsins og eiga þeir sem og aðrir styrktaraðilar þakkir skyldar fyrir aðkomu sína að mótinu. Í gjafapoka þátttakenda mátti finna: BUFF frá Hrímni, HorseDay gaf derhúfur eða buff, Fóðurblandan gaf fóðurbæti og eins fengu allir frítt í sund frá Sveitarfélögum Rangárvallasýslu ásamt ískúlu frá Ísbúðin Valdís Hvolsvelli. Einnig laumaðist í pokann nammi og sápukúlur.
Íslandsmeistarar 2023
Samanlagður íslandsmeistari í unglingaflokki var Matthías Sigurðsson. Eftirfarandi árangur tryggði honum titilinn:
2. sæti í Tölti T4 með Dýra frá Hrafnkellsstöðum - 7.37
2. sæti 100m skeið með Straum frá Hríshóli - 8.33
2. sæti í Gæðingaskeiði í PP1 með Tign frá Fornusöndum - 8.08
7. sæti í Tölti T1 með Drottningu frá Íbishóli - 7.00
Þetta er árangurinn í forkeppni sem telur til stiga en Matthías stóð sig einnig vel í fjórgangi V1 og var í 8. sæti á Æsu frá Norður-Reykjum. Í fimmgangi F2 varð hann í 1.-2. sæti á Hlekk frá Saurbæ. Gæðingakeppni telur ekki þar sem hún er gestagrein á mótinu.
Samanlagður íslandsmeistari í barnaflokki var Hjördís Halla Þórarinsdóttir. Eftirfarandi árangur tryggði henni titilinn:
1. sæti í Fjórgangi V1 með Flipa frá Bergstöðum - 6,73
1. sæti í Gæðingalist með Flipa frá Bergstöðum - 6.53
2. sæti í Tölti T4 með Flipa frá Bergstöðum - 6.43
Þetta er árangurinn í forkeppni sem telur til stiga en Hjördís stóð sig einnig vel í Tölti T3 og var í 3. sæti með 6.17. Gæðingakeppni telur ekki þar sem hún er gestagrein á mótinu
Önnur úrslit:
Tölt T1 unglingar
1 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Fjöður frá Hrísakoti 7,56
2 Elva Rún Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,50
3-4 Matthías Sigurðsson / Drottning frá Íbishóli 7,28
3-4 Sigurbjörg Helgadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,28
5 Dagur Sigurðarson / Gróa frá Þjóðólfshaga 1 7,17
6 Ragnar Snær Viðarsson / Þormar frá Neðri-Hrepp 7,06
Slaktaumatölt T4 unglingar
1 Matthías Sigurðsson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 7,46
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Vildís frá Múla 7,33
3 Fanndís Helgadóttir / Ötull frá Narfastöðum 7,29
4 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Huld frá Arabæ 7,25
5-6 Kolbrún Sif Sindradóttir / Bylur frá Kirkjubæ 7,17
5-6 Ragnar Snær Viðarsson / Breki frá Sunnuhvoli 7,17
7 Eydís Ósk Sævarsdóttir / Blakkur frá Traðarholti 7,08
Unglingaflokkur gæðinga
1 Snæfríður Ásta Jónasdóttir / Liljar frá Varmalandi 8,71
2 Sigurbjörg Helgadóttir / Askur frá Miðkoti 8,66
3 Sigurður Dagur Eyjólfsson / Flugar frá Morastöðum 8,54
4 Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney 8,52
5 Steinunn Lilja Guðnadóttir / Heppni frá Þúfu í Landeyjum 8,40
6 Kristín Karlsdóttir / Smyrill frá Vorsabæ II 8,39
7 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted / Steinn frá Runnum 8,38
8 Sveinfríður Ólafsdóttir / Þruma frá Akureyri 8,27
Fimmgangur F2 unglingar
1 Matthías Sigurðsson / Hlekkur frá Saurbæ 7,26
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Sindri frá Lækjamóti II 6,98
3 Embla Lind Ragnarsdóttir / Mánadís frá Litla-Dal 6,71
4-5 Fanndís Helgadóttir / Sproti frá Vesturkoti 6,55
4-5 Ragnar Snær Viðarsson / Eldur frá Mið-Fossum 6,55
Gæðingatölti unglinga
1 Elva Rún Jónsdóttir / Fluga frá Garðabæ 8,69
2 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Heiðrún frá Bakkakoti 8,67
3 Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney 8,57
4 Ísak Ævarr Steinsson / Lukka frá Eyrarbakka 8,54
5 Vigdís Anna Hjaltadóttir / Gljái frá Austurkoti 8,49
6-7 Ísabella Helga Játvarðsdóttir / Irpa frá Ólafsvöllum 8,37
6-7 Bertha Liv Bergstað / Segull frá Akureyri 8,37
8 Elsa Kristín Grétarsdóttir / Flygill frá Sólvangi 8,22
100m flugskeið unglingar
1 Dagur Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 7,36
2 Matthías Sigurðsson Straumur frá Hríshóli 1 7,42
3 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Frekja frá Dýrfinnustöðum 7,62
4 Herdís Björg Jóhannsdóttir Þórvör frá Lækjarbotnum 7,79
5 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Þórfinnur frá Skáney 7,93
6 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 8,06
7 Embla Lind Ragnarsdóttir Kleópatra frá Litla-Dal 8,16
Gæðingaskeið unglingar
1 Herdís Björg Jóhannsdóttir, Þórvör frá Lækjarbotnum 8.17
2 Matthías Sigurðsson, Tign frá Fornusöndum 8.08
3 Guðný Dís Jónsdóttir, Ása frá Fremri-Gufudal 7.63
4 Dagur Sigurðarson, Tromma frá Skúfslæk 7.42
5 Ragnar Snær Viðarsson, Sæla frá Hemlu II 7.00
Fjórgangur unglingar
Íslandsmeistari eru þau Kristín Karlsdóttir og Steinar frá Stuðlum en þau sigruðu B úrslitin og komu sjóðheit inn í A úrslitin, glæsileg frammistaða!
1 Kristín Karlsdóttir, Steinar frá Stuðlum 7,33
2 Elva Rún Jónsdóttir, Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,20
3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Grettir frá Hólum 7,17
4 Guðný Dís Jónsdóttir, Hraunar frá Vorsabæ II 7,13
5 Sigurbjörg Helgadóttir, Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,07
6 Kristín Eir Hauksdóttir Holake, Þytur frá Skáney 7,03
Gæðingalist unglingar
1. Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 7.27
2. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk 7.10
3. Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6.60
4. Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum 6.33
5. Kristin Eir Hauksdóttir Holaker Ísar frá Skáney 6.27
Tölt T3 barna
1 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,94
2 Kristín Rut Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,83
3 Apríl Björk Þórisdóttir / Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 6,61
4 Róbert Darri Edwardsson / Samba frá Ásmúla 6,56
5 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 6,39
6 Kári Sveinbjörnsson / Nýey frá Feti 6,06
Gæðingatölt barna
1 Kristín Rut Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 8,64
2 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 8,63
3 Svala Björk Hlynsdóttir / Selma frá Auðsholtshjáleigu 8,49
4 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir / Auður frá Vestra-Fíflholti 8,49
5 Ari Osterhammer Gunnarsson / Sprettur frá Brimilsvöllum 8,40
6 Fríða Hildur Steinarsdóttir / Silfurtoppur frá Kópavogi 8,39
7 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Gustur frá Efri-Þverá 8,35
8 Aron Einar Ólafsson / Hugrún frá Syðra-Garðshorni 8,34
Slaktaumatölti T4 barna
1 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,75
2 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Vorbrá frá Efra-Langholti 6,46
3 Apríl Björk Þórisdóttir / Bruni frá Varmá 6,04
4 Fríða Hildur Steinarsdóttir / Hilda frá Oddhóli 5,88
5 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Hnokki frá Reykhólum 5,75
Barnaflokkur gæðinga
1 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 8,68
2 Viktoría Huld Hannesdóttir / Þinur frá Enni 8,62
3 Hákon Þór Kristinsson / Magni frá Kaldbak 8,56
4 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Hljómur frá Nautabúi 8,52
5 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Hnokki frá Reykhólum 8,51
Fjórgangur barna
Í úrslitum voru jafnar þær Hjördís Halla og Þórhildur en eftir sætaröðun dómara voru það þau Þórhildur Helgadóttir og Kóngur frá Korpu sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í fjórgangi barna 2023.
1-2 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,87
1-2 Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,87
3 Apríl Björk Þórisdóttir / Hólmi frá Kaldbak 6,57
4-5 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Bragabót frá Bakkakoti 6,37
4-5 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Laufi frá Syðri-Völlum 6,37
Gæðingalist barna
1. Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum 6.53
2. Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu 6.17
3. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Gustur frá Efri-Þverá 5.97
4. Ásthildur V. Sigurvinsdóttir Hrafn frá Eylandi 4.63
5. Viktoría Huld Hannesdóttir Þinur frá Enni 4.30