Ester frá Hólum til sölu

Ester frá Hólum, knapi Þórarinn Eymundsson. Ljósm:Hólar
Ester frá Hólum, knapi Þórarinn Eymundsson. Ljósm:Hólar
Skeiðhryssan og afrekshryssan Ester frá Hólum er til sölu, ásamt nokkrum öðrum hrossum Hólaskóla. Ester er moldótt, undan Asa frá Brimnesi og Eldeyju frá Hólum. Skeiðhryssan og afrekshryssan Ester frá Hólum er til sölu, ásamt nokkrum öðrum hrossum Hólaskóla. Ester er moldótt, undan Asa frá Brimnesi og Eldeyju frá Hólum.

Ester er margverðlaunað skeiðkappreiðahross í fremstu röð. Hefur orðið Íslandsmeistari í 100 metra skeiði, auk fjölmargra annara verðlauna í skeiðgreinum. Hefur unnið til gulls, silfurs og brons á Íslandsmótum (100m og 250m) og silfurs og brons á landsmótum (100m og 250m). Besti tími í 100 metra skeiði er niðurundir 7,21.

Ester er með 7,88 í aðaleinkunn í kynbótadómi, 7,91 fyrir sköpulag og 7,86 fyrir kosti. Hún er með 7,0 fyrir tölt, 8,0 fyrir brokk og 8,5 fyrir skeið. Hæst er einkunn fyrir hófa, 9,0.

Eitt afkvæmi er til undan Ester er skráð í WorldFeng. Það er leirljós hryssa, fædd árið 2000, fósturvísa afkvæmi undan Kraflari frá Miðsitju. Hún var seld til Danmerkur. Hún hefur ekki verið sýnd fyrir dómi en á eitt afkvæmi.

Sjá nánar á www.holar.is