Eyjó vinnur Smalann

Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS fór fram fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt var í Smala, sem er eins og nafnið ber með sér í ætt við forna íslenska reiðmennsku. Hestur og knapi þurfa að sýna liðleika, snerpu og hraða. Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS fór fram fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt var í Smala, sem er eins og nafnið ber með sér í ætt við forna íslenska reiðmennsku. Hestur og knapi þurfa að sýna liðleika, snerpu og hraða. Smalinn er smám saman að öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið. Það er að renna upp fyrir fólki, bæði áhorfendum og knöpum, að þetta reynir ekki síður á reiðmennskuna en hefðbundnar gangtegunda greinar. Góður reiðmaður þarf að beita allri sinnu kunnáttu, bæði í vali á hesti og í hnakknum.

Keppnin var tvískipt, forkeppni og úrslit. Tíu keppendur þreyttu úrslitin. Eftir forkeppni var ljóst að mikil framför er á milli ára í þessari grein, þrátt fyrir að í hana hafi verið bætt þrautum sem krefjast meiri tamningar á hestinu. Svo sem krossgangur þar sem hesturinn gengur til hliðar yfir planka, sem liggur á jörðinni. Hesturinn tekur sem sagt plankann milli fram- og afturfóta. Nokkrir knapar leystu þessa þraut frábærlega, svo sem Sigurður V. Matthíasson, Sigurbjörn Bárðarson og Eyjólfur Þorsteinsson.

Sigurður V. Matthíasson var efstur eftir forkeppni á Gyðju frá Kaðlastöðum. Þetta prógram var eitt af tveimur bestu í keppninni og gaf 286 stig. Í úrslitunum tókst Sigurði ekki eins vel upp, en Eyjólfur Þorsteinsson, Eyjó, reið af mikilli snerpu og sló keppinautum sínum viðog náði 300 stigum, fékk ekkert refsistig. Kærkomin byrjun fyrir Eyjólf sem er að skipa sér í röð fremstu reiðmanna.

Í öðru sæti varð gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson. Ótrúlegur maður Sigurbjörn, sýndi frábæra reiðmennsku á góðu hrossi, Lýsu frá Steinnesi. Í þriðja sæti varð svo sigurvegarinn frá í fyrra, Ísleifur Jónasson á Bjarka frá Sunnuhvoli, en þeir hafa tvisvar unnið þessa keppni.

Á myndinni eru frá vinstri: Ísleifur, Eyjólfur og Sigurbjörn.

Staðan í stigakeppni knapa og liða eftir fyrsta mót:

Nafn    Lið    Stig   
Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    12   
Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    10   
Ísleifur Jónasson    Lýsi    8   
Daníel Ingi Smárason    Lýsi    7   
Viðar Ingólfsson    Frumherji    6   
Sigurður Vignir Matthíasson    Málning    5   
Camilla Petra Sigurðardóttir    Skúfslækur    4   
Halldór Guðjónsson    Lýsi    3   
Ragnar Tómasson    Top Reiter    2   
Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    1   
           
           
    Lið    Stig   
    Lýsi    51   
    Málning    42   
    Skúfslækur    34   
    Frumherji    31   
    Lífland    31   
    Top Reiter    23   
    Hestvit    19