Eyjólfur eykur forskotið í Meistaradeild VÍS

Viðar Ingólfsson, Eyjólfur Þorsteinsson og Sigurbjörn Bárðarson.
Viðar Ingólfsson, Eyjólfur Þorsteinsson og Sigurbjörn Bárðarson.
Eyjólfur Þorsteinsson bar sigur úr býtum í fimmgangi Meistaradeildar VÍS eftir tvísýna og spennandi úrslitakeppni. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson á Stakki frá Halldórsstöðum varð í öðru sæti. Fyrir skeiðið voru þeir Eyjólfur og Sigurbjörn jafnir í fyrsta sæti. Skeiðið hefur jafnan verið sterkasta hlið Sigurbjörns og Stakks og því stefndi allt í sigur þeirra. Eyjólfur Þorsteinsson bar sigur úr býtum í fimmgangi Meistaradeildar VÍS eftir tvísýna og spennandi úrslitakeppni. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson á Stakki frá Halldórsstöðum varð í öðru sæti. Fyrir skeiðið voru þeir Eyjólfur og Sigurbjörn jafnir í fyrsta sæti. Skeiðið hefur jafnan verið sterkasta hlið Sigurbjörns og Stakks og því stefndi allt í sigur þeirra.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré, Stakkur var ekki tilbúinn í sína snilldar spretti. Eyjólfur og Ögri voru hins vegar komnir í gott stuð og fengu hæstu einkunn fyrir skeið í úrslitunum. Sigurinn var þeirra. Í þriðja sæti varð Viðar Ingólfsson á Segli frá Miðfossum. Eyjólfur fór lengri leiðina upp á toppinn. Hafnaði í B úrslitum eftir forkeppni og vann sig þar upp í A úrslitu. Eyjólfur hefur nú aukið forskot sitt í einstaklingskeppninni og er kominn með 41 stig. Næstur er Hinrik Bragason með 30 stig.

Forkeppnin í fimmganginum var ekki eins góð og flestir áttu von á, ef frá er talin fín sýning Daníels Jónssonar á Tóni frá Ólafsbergi, sem var efstur eftir forkeppni. Hvorki hestakosturinn né reiðmennskan. Hryssingslegt veður hefur án efa haft þar sitt að segja, en keppendur þurfa að hita hestana upp utan dyra. Hestarnir voru stirðir í forkeppninni en mun betri í úrslitunum. Skemmtileg A úrslit voru hins vegar prýðilegur endir á mótinu.

Að venju var góð aðsókn áhorfenda á Meistaradeildina. Allnokkrir þekktir erlendir knapar og hestamenn komu gagngert til að fylgjast með fimmgangskeppninni, og síðan Ístölti í Skautahöllinni á morgun.

A úrslit:
1    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Ögri frá Baldurshaga    7,10
2    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Stakkur frá Halldórsstöðum    6,95
3    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Segull frá Miðfossum    6,88
4    Daníel Jónsson    Top Reiter    Tónn frá Ólafsbergi    6,81
5    Hinrik Bragason    Hestvit    Sámur frá Litlu-Brekku    6,57
6    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    Þytur frá Neðra-Seli    6,29

Stigakeppni knapa:
1    Eyjólfur Þorsteinsson     Málning    41
2    Sigurbjörn Bárðarson     Lífland    30
3    Hinrik Bragason     Hestvit    28
4    Sigurður Sigurðarson     Skúfslækur    27
5    Viðar Ingólfsson     Frumherji    25
6    Jakob S Sigurðsson     Skúfslækur    24
7    Ísleifur Jónasson     Lýsi    21
8    Daníel Jónsson     Top Reiter    14
9    Sigurður Vignir Matthíasson     Málning    13
9    Valdimar Bergstað     Málning    13
11    Hulda Gústafsdóttir     Hestvit    11
12    Bylgja Gauksdóttir     Lífland    9
13    Daníel Ingi Smárason     Lýsi    8
14    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    5
14    Ólafur Ásgeirsson     Frumherji    5
14    Halldór Guðjónsson     Lýsi    5
14    Agnar Þór Magnússon     Lífland    5
18    Camilla Petra Sigurðardóttir     Skúfslækur    4
19    Ragnar Tómasson     Top Reiter    2
           
Liðakeppni:         
1    Málning    198   
2    Lífland    182   
3    Skúfslækur    178   
4    Lýsi    156,5   
5    Hestvit    156   
6    Frumherji    145,5   
7    Top Reiter    136