Fáksfréttir

Hér fyrir neðan má sjá fréttir frá hestamannafélaginu Fák. Hér fyrir neðan má sjá fréttir frá hestamannafélaginu Fák. *Aðalfundur kvennadeildar Fáks verður haldinn miðvikudaginn 29. okt. í félagsheimili Fáks. Fundurinn hefst kl. 20:00 eru eru hefðbundin aðalfundarstörf svo sem kosning um þema á kvennakvöldið.
Á vef Fáks (www.fakur.is) er skoðanakönnun í gangi þar sem hægt er að kjósa um þema á kvennakvöldinu. Niðurstöður úr þeirri könnun verða síðan hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku. (klikkið á skoðanakönnun hægra megin og svo þann valmöguleika sem hugnast af þeim sem standa til boða).

*Uppskeruhátíð Fáks verður haldin laugardaginn 21. nóvember. Að venju er öllum þeim sem starfa í nefndum félagsins boðið, sem og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg sem sjálfboðaliðar hjá félaginu í ár. Svo það er um að gera að pússa sparifötin.
Boðsmiðar verða sendir út í byrjun nóvember en jafnframt biðjum við þá sem fá ekki boðsmiða að hafa samband við skrifstofuna því alltaf gleymist einhver sem á svo sannarlega skilið að koma á uppskeruhátíðina.

*Reiðhöllin:  Reiðhöllin er opin fyrir skuldlausa félagsmenn á virkum dögum frá kl. 9.00 til 17:00 í nóvember og fram í desember. Um og eftir jólin breytist opnunartíminn og verður hann þá auglýstur nánar.

*Worldfengur:  Skuldlausir félagsmenn fá frían aðgang að Worldfeng – hrossabanka Bændasamtaka Íslands. Það eina sem við þurfum að fá í hendurnar frá ykkur sem viljið fá áskriftina er netfangið ykkar og að þið séuð búin að borga félagsgjöldin í ár.

*Sjálfboðaliðar:  Alltaf vantar duglegt og hresst fólk til að vinna í nefndum á vegum félagsins. T.d. vantar tvo til þrjá í nefnd til að sjá um vetrarmótin á vegum félagsins (bara tvö vetrarmót, létt og þægilegt).  Einnig vantar í fleiri nefndir svo það er um að gera og hafa samband og njóta skemmtilegs félagsskapar og hjálpa til við að gera félagsstarfið öflugra.