Fáksfréttir

Skráningunni á almenn námskeið Æskulýðsdeildar fyrir börn og unglinga og í atriði á sýninguna Æskan og hesturinn frestast um eina viku.  Skráningunni á almenn námskeið Æskulýðsdeildar fyrir börn og unglinga og í atriði á sýninguna Æskan og hesturinn frestast um eina viku.  Nánari upplýsingar um námskeiðið (dagsetningar, tími, verð og reiðkennari) verða birtar fljótlega og þá upplýsingar um hvar verður hægt að skrá sig. Þessi frestun á einnig við um þá sem ætluðu að skrá sig í Fáksatriðin í Æskan og hesturinn.
Fylgist vel með á heimasíðunni en þar birtast upplýsingar um skráninguna, bæði fyrir almennu námskeiðin og Æskan og hesturinn.

Sameiginlegur reiðtúr á laugardaginn. Minnum á hina skemmtilegu reiðtúra sem farnir eru frá Reiðhöllinni kl. 14:00. Tekinn verður léttur hringur og hvetjum við alla til að mæta og hafa gaman saman.