Fáksfréttir

Boðið verður upp á námskeið í hestanuddi helgina 26.-27.mars. Kennari verður hin sænska Catrin Annica Engström en hún hefur búið og starfað á Íslandi síðan 1989. Boðið verður upp á námskeið í hestanuddi helgina 26.-27.mars. Kennari verður hin sænska Catrin Annica Engström en hún hefur búið og starfað á Íslandi síðan 1989. Hún er með vefsíðuna http://www.hestanudd.net/ og þar má finna góða kynningu á áhrif nudds á hesta.
Námskeiðið felur í sér vöðvafræðslu, nuddtækni og vandamálaleit. Farið er í gegnum mögulegar ástæður vöðvavandamála, hvernig nudd virkar á hestinn og hvernig er best að beita nuddi til að það hjálpi hestinum sem mest. Ýmsar gerðir hnakka verða skoðaðir og rætt  um ýmis vandamál sem geta stafað af hnökkum. Einnig verður farið í gegnum teyguæfingar þar sem Catrin verður með sýnikennslu.
 
Tekið er við skráningum mánudaginn 14. mars í anddyri Reiðhallarinnar milli kl. 19.30 og 20.00. Þátttökugjaldið er kr. 15.000. sem greiða þarf við skráningu. Minnum á léttgreiðslur Fáks í því sambandi ef einhver hefur áhuga á að skipta greiðslunni.
Einungis 10 manns komast að á námskeiðið og því gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær algjörlega!
_________________________________
 
Minnum svo á Barkamótið um helgina í Reiðhöllinni.
 
________________________________

Skrúðreið 1.apríl
Að lokum viljum við auglýsa eftir áhugasömum Fáksfélögum til að taka þátt í skrúðreið laugardaginn 1.apríl n.k. Skrúðreiðin er eitt af þeim skemmtilegu atriðum sem sjá má á Hestadögum, http://www.hestadagar.is/ og mun hún leggja af stað frá planinu við BSÍ um kl. 11.30-12.00 þennan dag og enda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem spennandi, hestatengd dagskrá verður allan daginn.
Öll félögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verðum við í góðum hópi þar. Fyrir okkar hópi fara 2-3 knapar í félagsbúningi okkar, þar af einn með Fáksfána. Þeir sem á eftir koma eru ekki skuldbundnir til að vera í félagsbúningi, jafnvel væri gaman að vera með eitthvað þema í gangi…  Stjórnendur Hestadaga vonast til að fá 15-30 knapa og hesta frá hverju félagi, þannig að það stefnir í RISASTÓRA hópreið þennan dag.
Munum þetta: hestar og knapar verða að vera sérlega snyrtilegir og hreinir og hestarnir þurfa að vera stabílir og ljúfir.
Áhugasamir þátttakendur sendi okkur línu á fakur@fakur.is