Fáksfréttir

Með hækkandi sól fer viðburðadagatal hestamanna að þéttast og viljum við minna ykkur á nokkra spennandi viðburði í okkar félagi á næstunni. Með hækkandi sól fer viðburðadagatal hestamanna að þéttast og viljum við minna ykkur á nokkra spennandi viðburði í okkar félagi á næstunni.

• Á fimmtudagskvöldið kemur verður aðalfundur Fáks haldinn. Hefst hann kl. 20:00 í félagsheimilinu okkar góða. Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta!

• Í næstu viku er áformað að hefja kennslu á Knapamerki 1 fyrir fullorðna. Þetta er tíu tíma námskeið og verður Sif Jónsdóttir reiðkennari. Sjá frekari upplýsingar á heimasíðunni okkar.

• Á laugardaginn koma Harðarmenn ríðandi til okkar og að sjálfsögðu hópum við okkur saman og ríðum á móti þeim. Farið verður af stað frá félagsheimilinu kl. 13:30 og komið við hjá Reiðhöllinni stuttu seinna. Þennan dag verður einnig hið margrómaða kaffihlaðborð kvennadeildarinnar í félagsheimilinu eins og venja er. Það er deginum ljósara að þar munu borðin svigna undan kræsingum af öllum gerðum og þangað ættu allir að leggja leið sína á laugardaginn. Húsið opnar kl. 14:00.

• Líflandsmót æskulýðsdeildarinnar verður líka á laugardaginn. Það er haldið í Reiðhöllinni og mun æskulýðurinn okkar klæðast sínu fínasta pússi og snyrta keppnishrossin hátt og lágt og etja kappi við jafnaldra sína. Það er skemmtileg stemning á æskulýðsmótum sem þessu, svo við hvetjum fólk til að reka inn nefið. Mótið stendur allan daginn.

• Kaffihúsið verður opið á meðan mótið stendur yfir og alltaf heitt á könnunni hjá henni Rebekku, sem jafnframt býður upp á léttar veitingar og jafnvel kaldan á kantinum.

Fáksfélagar, sýnum félagsandann í verki og látum sjá okkur á viðburðum félagsins!

Sjáumst!