Fáksfréttir

Verum hagsýn í kreppunni! Sala á notuðum reiðfatnaði verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 17.janúar 2010. Losið úr skápum og hirslum reiðföt sem þið eruð hætt að nota og fáið fé fyrir eða komið og kaupið ykkur reiðföt á góðu verði! Verum hagsýn í kreppunni! Sala á notuðum reiðfatnaði verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 17.janúar 2010. Losið úr skápum og hirslum reiðföt sem þið eruð hætt að nota og fáið fé fyrir eða komið og kaupið ykkur reiðföt á góðu verði! Reiðjakkar, peysur, reiðskór, reiðstígvél, úlpur, reiðbuxur og hvaða reiðfatnað sem þið viljið losna við.
Tekið verður á móti fatnaði frá kl. 11 til 13. Fólk ræður sjálft verðinu á fatnaðinum. Því betra verð því meiri líkur á sölu.
Salan hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00 í félagsheimili Fáks
Allir velkomnir

Þorrablót Fáks á laugardaginn
Súrmatur, hangikjöt, saltkjöt, harðfiskur, svið og allur almennur og góður þorramatur verður á boðstólum á Þorrablóti Fáks að ógleymdum guðaveigum í fljótandi formi. 
Eftir góðan útreiðartúr á laugardaginn er tilvalið að skella sér á Þorrahlaðborðið hjá Fáki sem verður í félagsheimili Fáks þann 16. janúar. Húsið opnar kl. 17:00 og stendur veislan fram eftir kvöldi. Harmonikkuleikur, matur, söngur og gleði – hvað er hægt að hugsa sér það betra.
Aðgangseyrir á Þorrahlaðborðið er aðeins kr. 3.000 og frítt fyrir 12 ára og yngri
Allir velkomnir á Þorrablót hjá Fáki.
Þorranefndin

Sameiginlegur reiðtúr á laugardaginn
Fyrsti sameiginlegi reiðtúrinn verður farinn á laugardaginn. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl. 14:00 og riðið í kringum Rauðavatnið. Boðið verður upp á veitingar í áningunni (harðfisk og snafs - Svala og kleinur fyrir yngri deildina).
Fjölmennum í skemmtilegan reiðtúr.