Fáksfréttir

Laugardaginn 23.janúar var opnað kaffihús í Reiðhöllinni í Víðidal á neðri hæð húsins (andyrinu). Loksins, loksins geta hestamenn komið saman og fengið sér kaffi og með því í notarlegheitum. Til að byrja með verður opið frá kl. 12:00 - 18:00 á laugardögum og sunnudögum. Laugardaginn 23.janúar var opnað kaffihús í Reiðhöllinni í Víðidal á neðri hæð húsins (andyrinu). Loksins, loksins geta hestamenn komið saman og fengið sér kaffi og með því í notarlegheitum. Til að byrja með verður opið frá kl. 12:00 - 18:00 á laugardögum og sunnudögum. Í boði verður m.a. Kaffi, kakó, gos, ávaxtasafar, öl, kökur, vöfflur, samlokur, pylsur, sælgæti, sushi og súrmatur.
Endilega kíkið við.

Reiðnámskeið fyrir minna vana
Námskeið fyrir minna vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara.
Í boði eru 5 verklegir tímar, kennt á laugardögum, klukkustund í senn.
1 bóklegur tími. Námskeiðin hefjast  13.febrúar.
Staðsetning: Reiðhöll Sigurbjörns Bárðarsonar.
Verð kr. 15.000.  Aðeins 4 í hverjum hópi.  Takmarkaður fjöldi.
Skráningin á námskeiðið fer fram í félagsheimili Fáks mánudaginn 1. febrúar frá kl. 18 – 20

Járninganámskeið verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal, dagana 29., 30. og 31.janúar.
Leiðbeinandi: Óskar Jóhannsson, járningameistari, í samstarfi við Mustard
Járningarnámskeiðið er aðallega hugsað fyrir þá sem eru stutt á veg komnir, byrjendur og þá sem hafa járnað töluvert og vilja auka við þekkingu sína.
Verð kr. 16.000.-  fyrir skuldlausa Fáksfélaga en kr. 17.500.- fyrir aðra. Námskeiðsgjald verður að greiða að fullu áður en námskeið hefst. Nemendur verða að koma með sín eigin járningarverkfæri og hesta til að járna.
Námskeiðið hefst með bóklegum tíma föstudagskvöldið 29. janúar milli kl. 20. – 22. Verklegir tímar verða laugardag og sunnudag þar sem 5 -6 manns verða saman í hóp.
Skráning fer fram á netfanginu fakurfraedsla@simnet.is og lýkur þriðjudagskvöldið 26. janúar.
Fræðslunefnd Fáks.
Knapamerkjabækurnar 1- 5 eru komnar í hús og eru til sölu í Reiðhöllinni. Kosta kr. 3.300.-