Fáksfréttir

Æskulýðsnefnd Fáks fer í óvissuferð á laugardaginn þar sem ætlunin er að fara á nokkra skemmtilega og fróðlega staði og hafa mikið gaman af. Til þess að allir fái pláss í rútunni og nesti í ferðalaginu, biðjum við foreldra að skrá börnin sín til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið fakurbogu@simnet.is fyrir kl. 18:00 á fimmtudagskvöldið kemur. Æskulýðsnefnd Fáks fer í óvissuferð á laugardaginn þar sem ætlunin er að fara á nokkra skemmtilega og fróðlega staði og hafa mikið gaman af. Til þess að allir fái pláss í rútunni og nesti í ferðalaginu, biðjum við foreldra að skrá börnin sín til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið fakurbogu@simnet.is fyrir kl. 18:00 á fimmtudagskvöldið kemur. Þar þarf að koma fram nafn barns, aldur og símanúmer forráðamanns. Ferðin kostar 1500 kr. á manninn og innifalið í því verði er rútuferðin, nesti, aðgangseyrir og snarl á einum áfangastaða okkar. Allir velkomnir.
 
Árlegt Líflandsmót Æskulýðsdeildarinnar verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn18.apríl.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Pollaflokki - tölt og tvígangur (ekki raðað í sæti)
Barnaflokki - tölt og fjórgangur
Unglingaflokki - tölt, fjórgangur og fimmgangur
Ungmennaflokki - tölt, fjórgangur og fimmgangur
 
Skráningargjaldið er kr. 2000 (pollaflokkur þarf ekki að greiða) og verður tekið á móti skráningum í Reiðhöllinni í Víðidal þriðjudaginn 13.apríl milli kl. 18:00 og 20:00. Einnig verður tekið við skráningum í síma 567 0100, 567 2166, 897 4467, 820 1111 og 695 9101 á sama tíma, gegn greiðslu með kreditkorti. Eftir auglýstan tíma verður ekki tekið á móti skráningum.