Fasteignagjöld

Landsamband hestamannafélaga fagnar samþykkt Alþingis á frumvarpi Innanríkisráðherra til breytingar á lögum nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem tryggir að öll hestahús hvar sem þau standa á landinu flokkist a-lið 3 mgr.3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Frá 2007 hefur LH barist fyrir þessari breytingu og fagnar því þessum áfanga, sem skiptir verulegu máli fyrir hestaíþróttina og útbreyðslu hennar þar sem um verulega mismunun og kostnaðrauka var að ræða eftir því hvar hestahús stóðu á landinu.

Stjórn LH þakkar öllum þeim sem komu að þessum breytingum, sem verða vonandi til þess að efla hestaíþróttina og það fjölbreyta starf sem tengist henni til heilla fyrir allt samfélagið.

 

Stjórn LH.