FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

FEIF
FEIF

 

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  – 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.  Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í. 

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

  • Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.
  • Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk
  • Heimsókn í skemmtigarðinn „Fort Fun“ (www.fortfun.de)
  • Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.
  • Einn til tveir dagar í æfingum á hestum. 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 590 € og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH