Feif Youth cup fréttir

Þórunn Þöll á fljúgandi skeiði
Þórunn Þöll á fljúgandi skeiði
Jæja þá er þessi taugastrekkjandi dagur liðinn með öllum þeim sigrum og sorgum sem fylgja því að vera í keppni. Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur, öll sem eitt.

Við eigum 4 krakka í úrslitum í tölti T7, 3 í A úrslitum og 1 í B úrslitum en Snorri er ì 2 sæti eftir forkeppni með 6,30, Dóróthea er ì 3 með 6,23, Nìna María er ì 5 sæti með 6,07 og Glódìs er ì 7 sæti með 5,90.

Súsanna Katarína er í 3 sæti í special fourgate V4 með einkunnina 5,78. Þessi fjórgangskeppni er mikið frábrugðin fjórgangskeppninni sem við keppum í heima á Íslandi. Hérna eru sýndar gangskiptingar frá feti á tölt – tölti á fet og svo frá brokki á stökk – stökki á brokk, þá er ásetan einnig dæmd. Gekk þeim mjög vel. Súsanna keppti einnig í trail í dag ásamt Dórótheu og Þóru og gekk það einnig vel en einkunnir fyrir Trail, Dressage, Cross country og gæðingaskeið verða ekki upplýstar fyrr en á morgun í loka athöfninni.

Í fjórgangi V2 er Dóróthea Ármann í 5 sæti með einkunnina 5,97 og Nína María í 8 sæti með 5,83.

Þó við höfum ekki komist í úrslit í tölti T5 og fimmgangi F2 erum við hrikalega stoltar af krökkunum og óskum þeim góðs gengis á morgun í úrslitum og 100m skeiði.

Kveðja

Andrea og Helga.