Feif Youth Cup í Danmörku

Við opnunar hátíðina
Við opnunar hátíðina
Feif Youth Cup er nú haldið í Danmörku í níunda sinn. Að þessu sinni taka 72 unglingar frá aðildarlöndum FEIF í þessu alþjóða móti og þar af eru 10 unglingar frá Íslandi. Feif Youth Cup er nú haldið í Danmörku í níunda sinn. Að þessu sinni taka 72 unglingar frá aðildarlöndum FEIF í þessu alþjóða móti og þar af eru 10 unglingar frá Íslandi.

Þau eru Alexandra Ýr Kolbeins úr Sóta, Anna Kristín Friðriksdóttir úr Hring, Birgitta Bjarnadóttir og Róbert Bergmann úr Geysi, Björgvin Helgason úr Léttir, Bryndís Heiða Guðmundsdóttir úr Smára, Nanna Lind Stefánsdóttir úr Funa, Sigrún Rós Helgadóttir úr Faxa, Steinunn Arinbjarnardóttir úr Fáki og Svandís Lilja Stefánsdóttir úr Dreyra. Þau byrjuðu 3ja daga þjálfun undir stjórn reyndra reiðkennara og á fjórða degi fór allur hópurinn í Djurs Sommerland og átti þar góða stund í alls kyns leiktækjum. Í gær fimmtudag og í dag var haldin forkeppni og stóðu íslensku krakkarnir sig afar vel. Hér kemur árangur Íslendinganna eftir forkeppni:

 

T7 – Steinunn 2. sæti, Björgin 4. sæti, Anna Kristín 9. sæti, Alexandra 20. sæti, Sigrún Rós 21. sæti, Birgitta 34. sæti, Svandís gerði því miður ógild þar sem hestur hennar stökk inná grasið.
T6 – Nanna Lind 4. sæti
T5 – Bryndís Heiða 5. sæti
F2 – Anna Kristín 2. sæti, Nanna Lind 7. sæti og Svandís 10. sæti.
V2 – Róbert 6. sæti, Steinunn 7.sæti, Bryndís 18.sæti, Birgitta 22. sæti, Björgvin 24. sæti
PP2 – úrslit – Anna Kristín 4. sæti og Nanna Lind 5.sæti
Dressage – Steinunn í 13. sæti

 

Á morgun laugardag verður lokadagur keppninnar, í fyrramálið mun Anna Kristín ríða B úrslit í T7  og Róbert í B úrlitum í V2. Eftir hádegið verða A úrslit og þar eigum við 1 knapa í T6, 1 knapa í T5 og 2 knapa í T7. Einnig eigum við 1 knapa í A úrslitum í F2.

 

Hér hefur verið 25 – 30 stiga hiti alla mótsdagana og þykir okkur Íslendingunum þetta fullheitt keppnisveður.

 

Kærar kveðjur heim
fararstjórar