Firmakeppni Sóta 2009 úrslit

Firmakeppni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu fór fram síðastliðinn laugardag, kosningardaginn,  í dásamlegu veðri.  Mótið hófst á stuttri hópreið um Álftanesið sem endaði á vellinum þar sem allir keppendur og fleiri til, tóku þátt í.  Eftir að formaður setti mótið og minntist þeirra hjóna hófu börnin keppnina. Firmakeppni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu fór fram síðastliðinn laugardag, kosningardaginn,  í dásamlegu veðri.  Mótið hófst á stuttri hópreið um Álftanesið sem endaði á vellinum þar sem allir keppendur og fleiri til, tóku þátt í.  Eftir að formaður setti mótið og minntist þeirra hjóna hófu börnin keppnina.

Gaman er að geta þess að þó að helmingur barnanna hefðu með réttu átt að keppa í pollaflokki, þá tóku þau það ekki í mál, heldur vildu spreyta sig og fá sæti, enda voru þau mætt í sínu fínasta pússi. Flokkarnir kepptu síðan hver á eftir öðrum en langfjölmennasti flokkurinn var karlaflokkur en þar var keppnin mjög hörð og spennandi og gáfu karlarnir ekkert eftir. Gaman er að geta þess að börn þeirra Ásu og Önnu, Sólrún, Gunnar Karl og Inga Birna, sáu um að afhenda verðlaunin á mótinu.  Eftir mót var boðið uppá dýrindis kökuhlaðborð í félagshúsi.   Úrslit fóru þannig;  - sjá viðhengi
 
Um kvöldið var síðan 20 ára afmælishóf Sóta, þar sem menn skemmtu sér m.a. með söng og dansi fram eftir nóttu.  Þar var krýndur nýr heiðursfélagi Sóta, Ríkharð Bjarni Björnsson, en hann hefur verið í félaginu frá stofnun, auk þess sem hann gengdi formennsku frá 1995-1996.
 
Mynd:  Börn Ása og Önnu, Gunnar Karl, Sólrún og Inga Birna sáu um að afhenda verðlaun á mótinu. Hér eru þau með afa sínum, Gunnar Ingvasyni hrossaræktanda í Breiðholti.

Firmakeppni  Sóta 2009  úrslit

 Barnaflokkur       
1    Ólafía María Aikman    Orion    Ræktunarbúið Litlu Drageyri
2    Margrét Lóa Björnsdóttir    Hljómur    Hamrar
3    Böðvar Breki Guðmundsson    Stika    Afrétting og heflun
4    Kjartan Antonsson    Hyling    Tengi ehf
5    Patrekur Örn Arnarson    Hrímnir    Lífland
6    Berglind Birta Jónsdóttir    Óðinn    Hestagallerí

Unglingaflokkur       
1    Ingibjörg Birna Ársælsdóttir    Klassík    Ræktunarbúið Breiðholti
2    Alexandra Ýr Kolbeins    Hugur    Sveirafélagið  Álftanes
3    Tómas Guðmundsson    Móa    Bílaverkst. Hafnarfj.
4    Signý Antosdóttir    Ör    Verkþing
5    Olga María Hognadóttir    Fleygur    Bílaverkst. Högna

Ungmennaflokkur       
1    Sigrún Halldóra Andrésdóttir    Völundur    Rafall
2    Ingunn Erla Ingvarsdóttir    Blesa    Byko
3    Stefán Gunnar Stefánsson    Spretta    Ístak

Kvennaflokkur       
1    Lára Magnúsdóttir    Gleði    Málmsteypa Þorgríms
2    Elfur E Harðardóttir    Frami    PM endurvinnsla
3    Steinunn Guðbjörnsdóttir    Paradís    Ferðaskrifst. Guðmundar Jónassonar
4    Guðleif Nóadóttir    Perla    Hafmeyjan ehf

Karlaflokkur       
1    Jörundur Jökulsson    Prestur    Bílastöðin
2    Snorri Finnlaugsson    Ljúfur    Steypustöðin
3    Einar Þór Einarsson    Skúmur    Hraunás
4    Sveinn Guðsteinsson    Hrannar    Loftorka
5    Högni Gunnarsson    Djákni    Aalborg Portland Íslandi
6    Arnar Ingi Lúðvíksson    Vignir    Glitur
6    Ottó Sturluson    Glaumur    AH Pípulagnir
6    Jóhann Þór Kolbeins    Jarpur    J. Kolbeins pípulagnir
6    Guðmundur Böðvarsson    Hlökk    Elding hvalaskoðun
6    Ketill Björnsson    Hekla Björk    Endurskoðun og ráðgjöf
6    Andrés Snorrason    Stjarna    Erlendur Björnsson ehf
6    Þórður Þórmundsson    Hljómur    Eykt