Fjármálaráðstefna ÍSÍ

ÍSÍ heldur fjármálaráðstefnu föstudaginn 29. nóvember næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í sal 1 í Laugardalshöll. Ráðstefnan mun fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

ÍSÍ heldur fjármálaráðstefnu föstudaginn 29. nóvember næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í sal 1 í Laugardalshöll. Ráðstefnan mun fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

Helstu lykiltölur um rekstur íþróttahreyfingarinnar verða kynntar og þróun síðustu ára, auk þess að fulltrúi Ríkisskattstjóra verður með erindi á ráðstefnunni. 

Fulltrúar fimm félaga á landsvísu munu taka til máls og skýra frá helstu þáttum í rekstri sinna félaga og því rekstrarumhverfi sem íþróttafélög búa við þessa stundina. 

Í lokin verða opnar umræður.

Ráðstefnan er ókeypis og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. 

Hægt er að skrá sig á netfangið skraning@isi.is, í síðasta lagi fimmtudaginn 28. nóvember.