Fjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Fjarnám 2. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 8. nóvember næstkomandi.  Námið er öllum opið sem lokið hafa 1. stigi almenns hluta hjá ÍSÍ eða íþróttafræði 1024 í framhaldsskóla á undanförnum árum. Fjarnám 2. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 8. nóvember næstkomandi.  Námið er öllum opið sem lokið hafa 1. stigi almenns hluta hjá ÍSÍ eða íþróttafræði 1024 í framhaldsskóla á undanförnum árum. Meðal efnisþátta er íþróttasálfræði, skipulag íþróttaþjálfunar, íþróttameiðsl, snerpuþjálfun, bygging líkamans auk fræðslu um lyfjamál.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.

Fjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ, almenns hluta hefst mánudaginn 8. nóvember næstkomandi.  Námið er framhald af fjarnámi 1. stigs almenns hluta og þurfa nemendur því að hafa lokið því námi eða ÍÞF 1024 í framhaldsskóla á undanförnum árum. Um er að ræða 5 vikna nám, nemendur skila verkefni vikulega og taka auk þess krossapróf.  Meðal efnisþátta er íþróttasálfræði, skipulag íþróttaþjálfunar, íþróttameiðsl, fræðsla um lyfjamál, snerpuþjálfun og bygging líkamans. 

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 4. nóvember.  Námskeiðsgjald er kr. 17.000.-

Allar frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.