Fjölmenni á knapafundi

Fjöldi knapa var mættur á upplýsingafund sem haldin var rétt í þessu á Kaldármelum. Fjöldi knapa var mættur á upplýsingafund sem haldin var rétt í þessu á Kaldármelum. Þeir Lárus Hannesson, eftirlitsdómari og Ágúst Hafsteinsson yfirdómari í gæðingakeppni fóru yfir helstu atriði sem gæta þarf að s.s. innkomu á braut, fótaskoðun ofl. Svöruðu þeir jafnframt helstu spurningum keppenda. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir fór yfir heilbrigðisskoðun hrossa og sagði að sama fyrirkomulag væri viðhaft og á Landsmóti 2008 undir formerkjunum „klár í keppni“, þ.e. öll hross í fullorðnis- og ungmennaflokkum yrðu skoðuð, m.t.t. almenns ástands, fótaskoðunar og kannað með áverka í munni.  Fram kom í máli Sigríðar að yfirdómari hleypti engum inná brautina nema með samþykki heilbrigðisskoðunar.

Fulltrúi frá Félagi járningamanna fór einnig yfir helstu upplýsingar varðandi fótaskoðun og sagði hann allar athugasemdir skráðar til þess að unnt sé að sjá hvar veikleikar liggja, ef einhverjir eru.


Á fundinum var Siguroddur Pétursson kjörinn fulltrúi knapa í mótstjórn FM með lófaklappi.

Ekki var laust við að eftirvænting lægi í loftinu í aðstöðuhúsinu á Kaldármelum á fundi knapanna, ekki síst hjá ungu kynslóðinni sem brosti sínu breiðasta í morgunsárið.

Mótshaldarar óska knöpum og hrossum þeirra velfarnaðar á Kaldármelum næstu dagana!