Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn

Ungur knapi á sýningunni í fyrra. Ljósmynd: Hilda Karen Garðarsdóttir.
Ungur knapi á sýningunni í fyrra. Ljósmynd: Hilda Karen Garðarsdóttir.
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina, 13. og 14. mars. Tvær sýningar verða hvorn daginn, kl. 13:00 og kl. 16:00. Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina, 13. og 14. mars. Tvær sýningar verða hvorn daginn, kl. 13:00 og kl. 16:00. Sýningin er árlegur viðburður og er frábær skemmtun fyrir unga sem aldna. Hestakrakkar á öllum aldri sýna listir sýnar og skemmtiatriðin í ár sannarlega spennandi. Hinn hressi Ingó veðurguð syngur og skemmtir áhorfendum, Íþróttaálfurinn kemur og sprellar með krökkunum og Dansskóli Birnu Björns sýnir dansatriði.
 
Það eru að venju hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni, sem unnin er í sjálfboðavinnu með styrkjum frá góðum fyrirtækjum og félögum.
 
Láttu ekki sýninguna fram hjá þér fara.
 
FRÍTT INN MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR!!