Folatollar til styrktar landsliði Íslands

Undirbúningur fyrir HM í sumar er nú kominn á fullt enda í mörg horn að líta. Fjárölfun landsliðsins gengur vel og nú eru til sölu folatollar undir nokkra af bestu hestum landsins. Eigendur hestanna hafa af miklum rausnarskap gefið alla tollana og því rennur allur ágóðinn óskiptur til landsliðsins.


Undirbúningur fyrir HM í sumar er nú kominn á fullt enda í mörg horn að líta. Fjárölfun landsliðsins gengur vel og nú eru til sölu folatollar undir nokkra af bestu hestum landsins. Eigendur hestanna hafa af miklum rausnarskap gefið alla tollana og því rennur allur ágóðinn óskiptur til landsliðsins. Landsliðsnefnd þakkar eigendum fyrir að styrkja starf landsliðsins svo myndarlega og hvetur alla til að kynna sér þá tolla sem hér eru í boði.


Hægt er að kaupa tolla undir eftirfarandi hesta:

Arður frá Brautarholti
Bikar frá Syðri-Reykjum
Spuni frá Vesturkoti
Stáli frá Kjarri
Sær frá Bakkakoti
Þytur frá Neðra-Seli
Hrannar frá Flugumýri
Hrímnir frá Ósi
Glitnir frá Eikarbrekku
Hrynur frá Hrísdal
Konsert frá Korpu

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu LH í síma 514 4030 eða í gegnum netföngin hilda@landsmot.is eða anna@landsmot.is