Formannafundur LH 2017

Landssamband hestamannafélaga boðar til formannafundar föstudaginn 27.október 2017 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal

Formannafundur er ráðgefandi fyrir stjórn LH. Seturétt eiga eftirtaldir, stjórn og varastjórn LH, formaður allra aðildarfélaga LH, formaður starfsnefnda LH, formaður Gæðingadómarafélagsins og Hestaíþróttadómarafélagsins. Auk fyrrnefndra eru boðaðir framkvæmdastjórar og/eða gjaldkerar félaganna sem og æskulýðsfulltrúar félaganna.

Formannafundir fjalla meðal annars um, málefni LH milli landsþinga, reikninga síðastliðins rekstrarárs, 8 mánaða uppgjör reikninga ársins, endurskoðaða rekstraráætlun og rekstraráætlun næsta árs, skýrslur stjórnar og starfsnefnda. Á formannafundum má ekki gera breytingar á lögum LH né kjósa stjórn.

Dagskrá fundarins verður auglýst eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn.

Reglur um formannafund má sjá http://www.lhhestar.is/is/um-lh/formannafundir