Forval veitinga hafið á Landsmót

Landsmót hestamanna ehf (LM2010) óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27. júní – 4. júlí 2010. Landsmót hestamanna ehf (LM2010) óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27. júní – 4. júlí 2010. Einungis koma til greina aðilar sem hafa reynslu af veitingarekstri.

Umsókn um þátttöku í forvali veitinga á Landsmóti hestamanna skal skila fyrir 20. desember nk.
Á LM2010 verður lögð áhersla á fjölbreytni, ferskleika, gæði, snyrtimennsku og þjónustuhraða.
Áhugasömum veitingaaðilum er bent á nánari upplýsingar á www.landsmot.is og er þar einnig að finna umsóknareyðublað.