Frá Samgöngunefnd

Það lá að endum að Alþingi auðnaðist að samþykkja samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 á síðustu metrum þingsins. Það lá fyrir að ekki yrði um neinar fjárheimildir til reiðvega að ræða fyrr en samgöngáætlun yrði samþykkt á Alþingi. Það lá að endum að Alþingi auðnaðist að samþykkja samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 á síðustu metrum þingsins. Það lá fyrir að ekki yrði um neinar fjárheimildir til reiðvega að ræða fyrr en samgöngáætlun yrði samþykkt á Alþingi. Í samgönguáætlun eru ráðgerðar 60. m.kr. til reiðvega í ár, 2011 og 2012 eru ráðgerðar 65. m.kr. hvort ár. Samkvæmt samningi við Vegagerðina, sem fer með umsjón reiðvegasjóðs,  þá úthlutar LH 50.m.kr. af þessum 60. Þær 10. m.kr. sem eftir standa fara í reiðvegaverkefni sem Vegagerðin útlutar beint til.
Ráðgert er að Samgöngunefnd LH úthluti þessum 50. m.kr. til svæðisbundnu reiðveganefndanna á fundi þann 2 júlí nk. Svæðisbundnu reiðveganefndirnar úthluta síðan áfram til reiðvegaverkefna hestamannafélaganna á sínum svæðum.

f.h. Samgöngunefndar,
Halldór H. Halldórsson