Frá Sörla: deiliskipulag í Heiðmörk

Ályktun frá félagsfundi í Sörla 10.september 2012 vegna nýs deiluskipulags um Heiðmerkursvæðið.

Ályktun frá félagsfundi í Sörla 10.september 2012 vegna nýs deiluskipulags um Heiðmerkursvæðið.

Hestamannafélagið Sörli  gerir athugasemdir við nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar  sem er í kynningu fyrir Heiðmerkursvæðið. Sótt er að vinum okkar í Fáki hvað varðar reiðleiðir sem hafa verið þar í áratugi, sem og öðrum sem þessar leiðir nota.  Í nýju skipulagi eru hestamenn settir til hliðar og aðrir útivistarhópar settir í forgang. Teljum við að þar sé að hestamönnum vegið. Við skorum á Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar  að halda Heiðmörkinni áfram sem  útivistarparadís allra útivistarhópa og taki tillit til athugasemda  og leiða til úrbóta sem samtök hestamanna í samráði við Dagnýju Bjarnadóttur  landslagsarkitekt hafa gert og sent til Skipulags- og byggingarsviðs borgarinnar.

 

F.h. Hestamannafélagsins Sörla

Magnús Sigurjónsson, formaður