Frábærar viðtökur!

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hefur, í samvinnu við Úrval –Útsýn, sett saman ferð á HM2013 í Berlín. Af hverri seldri ferð rennur hluti til íslenska landsliðsins svo þeir sem bóka þessa ferð eru beinir þátttakendur í þeirri fjáröflun sem nú fer fram vegna landsliðsins okkar.

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hefur, í samvinnu við Úrval –Útsýn, sett saman ferð á HM2013 í Berlín. Af hverri seldri ferð rennur hluti til íslenska landsliðsins svo þeir sem bóka þessa ferð eru beinir þátttakendur í þeirri fjáröflun sem nú fer fram vegna landsliðsins okkar.

Ferðin er frá 05. ágúst til 12. ágúst, flogið beint á Berlín, gist á hótel Estrel, sem er fjögurra stjörnu  hótel í Berlín og er í 7 km fjarlægð frá mótsstað.  Á vellinum erum við með miða í yfirbyggðri stúku á besta stað á vellinum. 

Ýmislegt verður í boði fyrir okkar farþega á mótsstað og á hóteli  en  m.a. verður farið yfir horfur og framvindu mótsins með skemmtilegum spekingum, móttökuteiti og fleira þess háttar.  Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Verðið á mann er 194.500 kr og innifalið í því er flug, skattar, akstur, miðar í yfirbyggðri stúku sem gilda alla vikuna, gisting á Hótel Estrel með morgunmat, síðar auglýst dagskrá og ýmsar lokaðar uppákomur, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn.

Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið frábærar og er landsliðsnefnd LH sannarlega þakklát fyrir hönd landsliðsins okkar og þetta mun létta starfið við undirbúning liðsins.

Nokkur sæti eru enn laus í þessa ferð og hægt að bóka á netinu á www.urvalutsyn.is eða hafa samband við skrifstofu Úrval-Útsýn í Lágmúla 4, s. 585 4000.

 
         
    Úrval Útsýn á Facebook    
         
       
   
Úrval Útsýn

Sól

Borgir

Ævintýri

Skíði

Golf

Íþróttir
Úrval Útsýn
Til þjónustu reiðubúin
í síma 585 4000
 
    HM Íslenska hestsins  
   
       
  Vikuferð, flug, gisting, toppmiðar í yfirbyggðri stúku og fjölbreytt dagsskrá:
HM ÍSLENSKA HESTSINS
4. - 11. ágúst 2013BERLÍN

Hinn geysivinsæli viðburður "HM ÍSLENSKA HESTSINS" verður haldinn í Berlín 4.-11. ágúst 2013. Úrval Útsýn í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga verða með skipulagða vikuferð sem enginn hestaáhugamaður má láta fram hjá sér fara. Okkar farþegar erum með miða í yfirbyggðri stúku á besta stað á vellinum, skipulögð skemmtidagskrá á meðan ferð stendur og gist á góðu 4 stjörnu hóteli skammt frá mótssvæðinu. Á hótelinu spá spekingar í spilin með farþegum á kvöldin. Skelltu þér í skemmtilega ferð og styrktu um leið landslið hestamanna, því með hverri bókun renna 5.000 kr í þeirra sjóð.

Þetta er ferð sem selst alltaf upp og því um að gera að tryggja sér sæti í tíma!

Hægt er að greiða 30.000 kr staðfestingargjald til að tryggja sæti í þessa ferð með því að hringja í okkur í síma 585 4000 eða kíkja í heimsókn á skrifstofu okkar í Lágmúla 4. Einnig er hægt að bóka ferðina á urvalutsyn.is.

HOTEL ESTREL BERLÍN
****
VERÐ FRÁ Á MANN:
194.500 kr*
í tvíbýli með morgunmat.
INNIFALIÐ: Flug, skattar, akstur, miðar í yfirbyggðri stúku sem gilda alla vikuna, gisting á Hótel Estrel 4* með morgunmat, síðar auglýst dagskrá og ýmsar lokaðar uppákomur, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn

Sjá nánar »

 
 
Hm íslenska hestsins
 
 
 
Estrel Hotelið í Berlín
Gist er á Estrel Hótelinu í Berlín sem er stutt frá svæðinu!
 
   
   
deila á Facebook Deila á Facebook  
 
       
   

Úrval Útsýn · Lágmúla 4 · 108 Reykjavík · 585 4000